Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar
tíð og hylli þráttarefnishyggju meðal margra svonefndra menntamanna á
íslandi á síðustu fjórum áratugum. Tökum heldur annað dæmi af viðhorfi
Hegels við vísindunum sem Jóhann Páll telur alla gagnrýni vísindatrúar sækja
meira eða minna til.
Það má til sanns vegar færa að Hegel hafi orðið einna fyrstur manna til
að vísa á bug trú manna á eðlisfræði Newtons og þá vélhyggju sem henni
vildi fylgja og sett hafði svip á alla hugsun 18du aldar, þar með talda heim-
speki Kants. En með þessu er ekki sagt að Hegel hafi gagnrýnt þessa trú,
reynt að hafna henni með sæmilega skýrum og skiljanlegum rökum líkt og
segja má að höfundar á borð við þá Wittgenstein og Chomsky27 hafi gert
á okkar dögum. Slíkt lét hann öldungis ógert. í þess stað boðaði hann
rakalausa trú á stjörnuspeki Keplers sem hann taldi sýnu fremri eðlisfræði
Newtons, en Kepler var mikill dulhyggjumaður að hætti ýmissa hinna á-
gætustu stærðfræðinga og trúði því meðal annars að alheimurinn væri lif-
andi líkami eða því sem næsL
Hegel botnaði ekkert í stærðfræði Keplers, en lífhyggju hans þóttist hann
skilja. í hennar anda segir hann um flóð og fjöru: „Máninn er vatnslaus
kristall sem reynir að sameinast hafinu okkar, að svala þorsta hörku sinnar,
og veldur þannig flóði og fjöru. Hafið rís með það í huga að komast imdan
til tunglsins, en tunglið sjálft hefur í hyggju að hrífa það á brott til sín.“28
Hér má sjá lágkúruna hafna í æðra veldi uppskafningar. Og síðan veldur
ruglandin því að annað eins er talið virðingarvert andóf gegn vísindalegum
kenningum eða vísindalegri kenningasmíð. Þessa tegund ruglandi nefndi ég
manngySistrú í kveri mínu og þykist ekki þurfa að árétta afstöðu mína til
hennar frekar en þar er gert (ÞG 57—66).
Að kenningu sinni um sólkerfið færir Hegel engin rök sem fyrr er sagt.
Ef menn vilja leiða getum að því hvers vegna Hegel hafi þótt meira til
Keplers koma en þeirra Galileos og Newtons er ekki úr vegi að þeir láti
hvarfla að sér að ástæðan hafi einkum verið sú að Kepler var Þjóðverji sem
hvorugur hinna bar gæfu til. Því eins og segir í Náttúruspekinni: „Evrópa
myndar jafnvægi fljóta, dala og fjalla, vitund eða skynsemi jarðarinnar, en
miðdepill hennar er Þýzkaland.“29
í þeim kafla FyrirbœrafrœSi andans sem fjallar um lyndislestur og kúpu-
fræði lætur Hegel þess getið að heimsandinn sé í vissum skilningi bein,
nánar tiltekið kúpubein. Og úr því að andinn er bein þykir honum ekki frá-
leitt að ganga að því vísu að beinið sé ósköp einfaldlega andi. Síðan líkir
300