Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 113
Skemmtiíegt er myrkritS Naar vi antage, at enhver Tidsalder er et nyt Stadium i Ideens Udvikling, saa viser Ideen sig som det organiske Central-Princip, der danner Tidens Physionomi og pulserer i de peripheriske Punkter; det er derfor saavel i hver given Tidsalders Videnskab og Poesi, som i dens Statsliv og Historie, at den præger sig og meddeler sit Udtryk til enhver Deel, som h0rer med til den Tids organiske Hele. Men da Ideen, forsaavidt som den aabenbarer sig i Historien, fornemmelig arbeider ved Individerne, deels i disses Forening til en sædelig Substants, deels i deres Særskilthed som Enkelte, saa vise disse sig ogsaa gennemtrængte af Ideen, saaledes at deres hele Udvikling og Tilstand udtrykker dens Stadium. Vistnok gjelder dette om alle Individer, uden Hensyn til den Plads, de ved Om- stændigheder, Anlæg o. s. v. indtage, men dog væsentligen kun i deres Konnexitet [svo] som Dele eller Lemmer af den sædelige Substants, ikke som isolerede Subjekter; og i denne forstand viser Ideen sig i Massen. Ég þykist vita að Jóhann Páll mundi þýða þessi orð á íslenzku eitthvað á þessa leið: Þá er viff gerum ráð fyrir, að sérhvert tímabil sé nýr áfangi í þróun hugmyndarinnar, þá birtist hugmyndin sem hið lífræna miðlögmál, sem myndar svipbrigði tímans og slær í útjöðrunum; þess vegna er það jafnt í vísindum og skáldskap sem í ríkismálefnum og sögu, að hugmyndin fær sjálf svip og setur svip sinn á sérhvern hluta hinnar lífrænu heild- ar tímabilsins. En þar sem hugmyndin, að svo miklu leyti sem hún opinberar sig í sögunni, hefur einkum einstaklingana að verkfærum, annars vegar í sameiningu þeirra við siðleg- an veruleika, hins vegar í sjálfu einstaklingseðli þeirra, þá birtast einstaklingarnir einnig sem gagnþrungnir hugmyndinni, svo að öll þróun þeirra og ástand tjáir áfanga hennar. Þetta á áreiðanlega við um alla einstaklinga, án tillits til stöðu þeirra af völdum aðstæðna, upplags o. s. frv., en einkum þó aðeins í tengslum þeirra sem hluta eða lima hins siðlega veruleika, en ekki í einangraðri sjálfsveru; og í þessum skilningi birtist hugmyndin í múgnum. Sjálfur mundi ég hins vegar endursegja orð Gríms eitthvað á þessa leið: Á sérhverju tímabili sögunnar mótar ein meginhugmynd gervallt mannlífið, vísindi og skáldskap ekki síður en stjórnmál og sögu. En nú er öll sagan mannanna verk, hvort held- ur sameinaðra í siðuðu samfélagi eða sundraðra sem sjálfstæðra einstaklinga. Af þeim sökum virðist hver einstaklingur gagntekinn af tíðarandanum, án alls tillits til stöðu hans í samfélaginu af völdum aðstæðna eða upplags. Tíðarandann má ráða af ævi og ástæð- um hvers einasta manns. Einkum á þetta við um einstaklingana sem félagsverur. í þeim skilningi mótar tíðarandinn alþýðu manna. Og hyggjum nú að kenningunni. Orð Gríms sjálfs og hin ímyndaða þýðing Jóhanns Páls einkennast mest af uppskafningu. Grímur beitir hóflausum líkingum sem á köflum verða næsta skoplegar: „þá birtist hugmyndin sem hið lífræna miðlögmál, sem myndar svipbrigði tímans og slær í útjöðrunum“. í þessu tilviki er meginlíkingin sú að tíðarandanum er líkt við hjartað sem þó er kallað „lífrænt miðlögmál“ 303
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.