Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 119
Skemmtilegt er myrkriS
enta sem fæstir hafa tök á að fella um hana sjálfstæðan dóm, en flest gervivís-
indi og hindurvitni önnur, auk þess sem hún nýtur sérstakrar verndar einhvers
ægilegasta lögregluvalds sem sögur fara af. Bezt þrífst hún þar sem frjáls
skoðanaskipti þykja þarflaus og kennarar geta því veitt nemendum sínum
sambærilega vernd gegn andlegum áhrifum við þá sem yfirvöld veita fræð-
um þeirra með boði og banni. En undir slíkri vernd mun Jóhann Páll hafa
numið þau fræði sín sem hann ber á borð fyrir íslenzka lesendur í ritsmíð-
inni sem orðið hefur tilefni þessara skrifa.
Slíkar eru hinar ytri aðstæður hinnar þýzku frumspekihefðar á okkar dög-
um. Og ber mér nú að taka fram að þótt þær séu mér ógeðfelldar neita ég því
ekki að við þær hafi eitt og annað verið vel gert í mannlegu samfélagi — og
þá í nafni þeirrar stjórnmálastefnu sem að nokkru er sprottin af rótum frum-
spekinnar. En þjóðfélagsmál eru ekki viðfangsefni mitt á þessum vettvangi,
þó svo að Jóhann Páll kunni að vilja telja sér trú um það, né heldur þær
fræðigreinar sem fyrr er sagt að hafi sitthvað af frumspekinni lært, til að
mynda hagfræði og félagsfræði. Þó leyfist mér kannski að minna á það að
lokum máls míns að hin þýzka frumspeki þáði í arf frá Kant merkilega sið-
fræði. En svo vill til að ráða má af Tilraun um manninn, þótt Jóhanni Páli
takist það ekki, að ég er heldur hallur undir þessa siðfræði og henni skyld
viðhorf við ýmsum vanda atferðisvísindanna. Og það þeirri siðfræði fremur
sem oftar helzt í hendur við hvers konar raunhyggju.
Sem sagt: hinar ytri aðstæður skipta hér litlu sem engu, heldur hef ég vilj-
að drepa á örfá atriði um innri gerð frumspekinnar. Einkum hef ég viljað
vekja athygli á því auðkenni hennar sem einna berlegast má ráða af ummæl-
um Jóhanns Páls um hinn „óleysta vanda“ í heimspeki Kants og „lausn“
Hegels á þessum vanda, en af þeim orðum virðist freistandi að draga þá á-
lyktun að hann hafi ekki hugboð um hvílík þau vandamál voru sem Kant taldi
sér ein samboðin. Auðkennið er þetta: frumspekileg hugsun er öldungis
agalaus, líkt og óljóð atómskálda sem enginn veit né virðist geta vitað hvort
vel eru eða illa ort. Því neita frumspekingar að glíma við öll þau vandamál
mannlegrar hugsunar sem heitið geta jafn alvarleg og þau eru erfið viðfangs,
til dæmis þá ráðgátu tíma og rúms sem allir mestu andlegir höfðingjar Norð-
urálfu hafa staðið frammi fyrir hátt á fjórðu öld. Þessi gáta og aðrar henni
líkar krefjast agaðrar hugsunar sem virðist þeim lokuð bók. Þeir virðast ekki
einu sinni vita að slíkur vandi er til, hvað þá að hann er þess verður að við
hann sé glímt. Þeir skrafa við skýin.
Annað talandi tákn agaleysisins má nefna. Karl Marx festi ungur trú á
309