Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 140

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 140
Timarit Máls og menningar fylgd af mörgum og merkum uppeldisfröm- uðum. Samt hefur affeins hluti leiffarinnar veriff farinn. Mikilvægasti spölurinn er eftir. Hvert er hið endanlega stefnumark? Hvert stefnir maðurinn með lífi sínu? Er sú stefna sjálfgefin og hlutverk mannsins það eitt að reyna að finna hana og fylgja, eða á maðurinn að móta sér sína eigin stefnu? Það er líklegt, að allar spurning- ar um gildi menningarlegrar arfleifðar, hlutverk samfélags og skýrgreiningar á manndómsþroska leysist upp í þeirri einu. I bókarlok fjallar höfundur nokkuð um þessi mál. Er greinilegt, að hann leggur megináherzlu á sjálfræði einstaklingsins. Hann telur, að hver einstaklingur eigi rétt á þroska, rétt á starfi, rétt á skoðana- og tjáningafrelsi. Rétt einstaklingsins til menntunar og þroska telur hann, að ekki megi takmarka við „þörf samfélagsins". „Enginn getur metið heildarþörf samfé- lagsins rétt á líðandi stund.“ Og „frelsi er óvéfengjanlegur grundvallarréttur einstak- lingsins, frelsi um trúmál og hvers konar skoðanamyndun, frelsi til tjáningar í ræðu og riti og frelsi til að hafna kröfum, sem misbjóða sjálfsvirðingu hans. Án slíks frelsis getur einstaklingurinn ekki náð full- um þroska.“ Höfundur nefnir þá stefnu, sem liann aðhyllist, — og sem hann telur, að skólum beri að virða með því að kenna nemendum að notfæra sér hinn þríþætta rétt sinn, — hugvísindalega nýmennta- stefnu. Það mun vera nútímaleg útgáfu hinnar gamalkunnu fornmcnntastefnu. Þar er einstaklingurinn settur öllu ofar, því er treyst að hann finni hinar vænlegustu leið- ir til farsældar og þroska, svo fremi að hæfileikar hans fái nægilega og viðeigandi þjálfun og umönnun og ábyrgðarvitund hans gagnvart sjálfum sér og samfélaginu sé glædd. Þá er að víkja að efnisreifun og rök- stuðningi höfundar. Annar kafli bókarinnar nefnist „Áhuga- vakar og ytri hvatning". Höfundur telur, að án áhuga verði örðugt að stunda nám, og munu víst fáir verða til aff véfengja það. En hvert er þá eðli áhugans? Hver er upp- spretta hans og hvaffa skilyrðum er virkni hans háff, spyr höfundur, en lætur þess jafnframt getiff, að tæmandi svars sé naum- ast aff vænta, “enda fara kenningar um þetta efni mjög á dreif“ og er orffa sannast. Fyrst ræðir höfundur hugtakið hvöt og þörf, sem af henni leiðir. Fullnæging þarfar sefar hvötina. Þetta er hið alkunna „tensi- ons-reductions“ lögmál, sem hátt hefur bor- ið í sálarfræðinni allt frá dögum Darwins. Bæði atferlissinnar og Freudistar leggja það til grundvallar kenningum sínum. Ekki er að sjá sem höfundur vilji fallast á þetta lögmál í einu og öllu. Við hlið hinna líf- fræðilegu hvata setur hann tvær aðrar a. m. k., sem hann telur náskyldar: hnýsni og forvitni og bjásturshvöt. Um þá fyrrnefndu hefur hann þetta að segja: Hnýsni og for- vitni er „frumform þekkingarþrár". „í mannsvitundinni hefst hnýsnin á æðra stig, verður þekkingarþrá, sem leitar ekki aðeins lausnar á tilfallandi vanda, heldur leitar að ráðgátunum sjálfum og krefst þess, að gildi lausnarinnar sé hafið yfir stað og stund. Þannig fjarlægist þekkingarþrá mannsins hinn hvatræna uppruna sinn, svo að tengslin verða bláþráðarkennd“. Bjást- urhvötin er, eins og áður segir „náskyld hnýsni og þekkingarþrá“. Ég skil höfund svo, að hann telji að þessar tvær hneigðir renni saman hjá manninum í eina megin- þrá: athafnaþrána. Nokkru síðar skýtur upp orðinu áhugahvöt, án þess að Ijóst sé hvaðan sú hvöt er sprottin, en vafalaust ber að líta á hana sem einn anga athafna- þrár. Nokkuð er erfitt að átta sig á raunveru- legu viðhorfi höfundar í þessum kafla. Svo virðist helzt sem hann felli sig ekki alls
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.