Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 143
með er því ekki haldið fram að verkaskipt-
ing ríkis og kirkju og völd hafi verið stöð-
ug og ákveðin. Það var stöðug togstreita
þar í milli, en hún var þess eðlis að hvor-
ugur aðilinn gat án hins verið, og því var
stöðugt leitað nýrra hlutfalla um völd og
áhrif innan samfélagsins, á vissum tíma-
skeiðum. Kirkjan var einn þáttur ríkis-
valdsins, ein deild ríkisins samkvæmt róm-
verskum hefðum frá dögum Konstantínusar
mikla. Þegar kemur fram á miðaldir fóru
hagsmunir kirkju og konunga saman,
gleggsta dæmið var ríki Karls mikla, og
trúboð var í senn sáluhjálparatriði og á-
hrifamögnun ríkis og kirkju. Trúboð og
veraldleg áhrif konunga haldast því í hend-
ur, trúboðið varð pólitískt. Kirkjan studdi
að auknu valdi nýturnaðra konunga til
kristins siðar og kristnitaka fór fram á
þann hátt, að höfðingjum var turnað til
kristni með hótunum, gjöfum eða fortölum.
Á þessum ófriðartímum var hernaður sú
atvinnugrein, sem tryggði öryggi manna
bezt ef vel gekk, æðsta hugsjónin var víg-
fimur hermaður. Trú norrænna manna mót-
aðist af nauðsyninni í þá átt, við að Óð-
insdýrkun eykst, hermannaguðinn kom í
stað frjósemisguðsins Freys. Þórsdýrkun
var tíðust hérlendis í heiðni, og hæfði það
vel samfélagi hænda, Þór var einnig guð
allrar alþýðu, jafnvel þrælar ákölluðu
hann. (F. J., Goðafræði). Þór og Freyr
veittu mönnum afl og frjósemi. Það er
eftirtektarvert, að það verða kristnaðir
víkingahöfðingjar, sem „brutu fólk til
kristni“, og tregðan gegn trúarskiptunum
var einkum meðal þeirra, sem áttu Þór og
Frey sér að fulltrúum. Frjósemisdýrkunin
var meiri andstæða kristninnar heldur en
hermannaguðinn Óðinn.
Hugmyndir kristinna manna um Krist á
10. öld eru í stíl aldarfarsins, Kristur er
dreginn upp sem voldugur konungur,
krýndur og hetjulegur, guð, sem veitir
Umsagnir um bœkur
sigur. Trúboðar hafa getað sagt heiðnum
konungum fjölda sagna um þátt Krists í
sigri fylgjara hans, og þær útlistanir voru
drjúgar til áhrifa á sigurþyrsta vígamenn.
Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur rit sitt
á kafla um trú landnámsmanna og styður
sig mjög við Landnámu, en í heimildum
skortir mjög á heildarmynd trúarbragða
landnámsmanna. Höf. telur að „Æsirnir
sjálfir, trúin og blótin hafi skipað meira
rúm í lífi þeirra og hugarheimi, en ýmsir
fræðimenn hafa talið“, en hvað það rúm
var mikið veit enginn. Þórsdýrkunin hér á
Islandi bendir til samfélags sléttra bænda,
sem hneigðust til samblands frjósemis-
dýrkunar og jarðbundinnar kraftadýrkun-
ar, en milli þessa og Óðinsdýrkunar var
talsvert djúp. Það er mjög líklegt að höf-
undur sjái réttilega, að Ásatrúin, sem er
mjög víðtækt hugtak og getur táknað
margvíslegar gerðir náttúrudýrkunar og
fjölkynngi, hafi lifað hér meðal þess fólks,
sem varð að hrökiast frá heimkynnum sín-
um út hingað. Þótt hér væri mörg matar-
holan, þá varð lítill afgangur til þess að
standa undir eyðslu yfirstétta í líkingu við
það sem gerðist sunnar í álfunni í sam-
bandi við vopn og klæði, skartgripi og
húsbúnað. Sá hópur manna, sem teljast
mátti til yfirstéttar var fámennur og í þeim
hópi bar nokkuð á Óðinsdýrkun og þar
voru þau skáfd, sem nánust tengsl höfðu við
landstjórnarmenn í Noregi.
Höfundur liyllist til þess að gera hlut
heiðninnar nokkuð svo meiri en efni
standa til, einkum þann hlutann, sem fell-
ur að niðurstöðum höfundar og gerir aftur
á móti hlut Ólafs konungs Tryggvasonar
full smáan. Höf. rekur réttilega viðbrögð
landsmanna við trúboði, sem voru eðlileg
viðbrögð bændasamfélags á jaðri heims-
ins. Það fer ekki hjá því, að landsmenn
hafi haft fregnir af ofsa Ólafs konungs í
trúboði í Noregi og ekki urðu þeir hrifnir
333