Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 99
Tíðarandinn ræð fyrirmæli stjórnarskrár þar að lút- andi“ (Sigurður Líndal prófessor, „Stjórnskipun í hnignun", í Dagblað- inu 21. júní). Þingið var sent heim um leið og samningaumleitanir hófust. Ekki er vel ljóst hversvegna þörf þótti á því að „losna við“ þingið áður en samningar yrðu gerðir; líklegt að þar sé um að ræða einhver innanflokkamál stjórnarinnar. En ríkisstjórnin gat ótta- laus brotið í bág við stjórnarskrána; við því gat enginn þingflokkur neitt sagt, því allir höfðu þeir staðið að því- líkri „afgreiðslu" einhverntíma áður. Stjórnarandstöðuflokkar kröfðust þess reyndar eins og til málamynda að þingið yrði kvatt saman á ný, en sú krafa hlaut að vera máttlaus. Um þetta segir Sigurð- ur Líndal í fyrrnefndri grein: „Til réttlætingar þeirri aðferð að leggja Oslóarsamninginn ekki fyrir Al- þingi áður en hann tók gildi, hefur þó einkum verið skírskotað til hefðar. I forystugrein Tímans 4. júní eru nefnd sex dæmi frá síðastliðnum tæpum 4 ár- um um að samningar um veiðar erlendra skipa innan fiskveiðilandhelginnar hafi ekki verið lagðir fyrir Alþingi til sam- þykktar fyrr en löngu eftir gildistöku. Slíkur hátmr væri því viðurkennd hefð, þrátt fyrir 21. gr. stjórnarskrárinnar. Hér verður að minna á, að það getur ekki orðið neinn grundvöllur venju- réttar, þótt um sinn viðgangist að brjóta lög, og á það jafnt við um Alþingi sem aðra. Alþingi hefur enga heimild til að teygja ákvæði stjórnarskrárinnar eins og hrátt skinn eftir því sem geðþótti býður hverju sinni. Dæmin, sem tekin eru í leiðaranum, eru ekki um það, hvernig venjurétmr myndast, heldur hvernig smátt og smátt er verið að umturna stjórnskipun landsins. En allur lýsir leiðarinn glögglega þeim anda, sem unnið er í: Ef landslög eru brotin, hefur óðara myndazt hefð, jafnvel helgur venjurétmr. Þetta felur einfaldlega í sér, að stjórnarherrar landsins hafa lög- in í hendi sér og geta þokað þeim til hliðar nánast eftir geðþótta. Þetta er þeim mun auðveldara þar sem stjórn- skipan er svo fyrir komið, að í reynd er enginn til aðildar um að sækja þá til ábyrgðar. Þeir geta því alveg rólegir lýst því yfir, að þeir taki að sjálfsögðu á sig alla ábyrgð; þeir vita ofurvel, að henni verður aldrei komið fram. — Og aðferðum áþekkum þeim, sem hér er lýst, er nú beitt æ oftar og á æ fleiri sviðum. í ritstjórnargreinum Vísis 9. og 12. júní sl. voru nefnd dæmi um það, hvernig reglur um auglýsingu starfa hjá rikinu væru sniðgengnar. Sjálfsagt verð- ur þar einnig skírskotað til viðurkenndr- ar hefðar. Er augljóst, að við slíka stjórn- arhætti verður Alþingi öldungis mark- laus stofnun og löggjafarstarf ekki ann- að en ömurlegur skripaleikur. Vafalaust þykir einhverjum hér gæta formfesm um of að ekki sé minnzt á formþrælkun eða lögstirfni. Vitað sé, að meirihluti þingmanna sé fylgjandi Oslóarsamningnum og því óþarfi þess vegna að lengja þingtímann eða kalla saman aukaþing. Því má þó ekkt gleyma, að allar stjórnarstofnanir, þ. á m. Alþingi, eiga að vinna eftir föstum reglum. Og ástæða er þá til að leiða hugann að því, hvers vegna. Slíkar reglur eru m. a. settar til að tryggja að afgreiðsla mála fari ekki eftir geðþótta og duttlungum, heldur málefnum og lýðræðissjónarmið séu í heiðri höfð. — Hér skilur sem sé á milli, hvort eigi að stjórna eftir almenn- um reglum eða í anda persónulegrar fyrirgreiðslu. Ef síðarnefnda sjónarmið- ið ræður, er sú hætta ávallt yfirvofandi, að annarlegar hvatir fái yfirhönd. 193
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.