Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 103
hliðstæð, þótt talsverð tilbreyting sé í sögum þeirra, og svo eru dómendur jafnan þeir sömu, og viðtakendur í kóngsins Kaupmannahöfn. Texta þessarar bókar og margra skyldra má til hægðarauka skipta í fimm flokka eftir afstöðunni til heimildanna og meðferð þeirra: 1) Það sem var. Hér er annars vegar um að ræða beinar tilvitnanir til heim- ilda, hins vegar endursögn staðreynda sem þar er greint frá. Þessi þáttur er að sjálfsögðu hrygglengjan í bókinni. Fljótt á litið mætti virðast sem þetta sé sá þáttur bókar sem höfundur leggur minnst til frá sjálfum sér, og á vissan hátt er það svo, en þó ber hins að gæta að einmitt í vali og úrvinnslu heimild- anna ráðast örlög slíkrar bókar. Það má kalla sagnfræðilegt viðfangsefni að kanna hversu rétt frásögn höf. sé, hversu trúr hann sé heimildunum, hvort hann skjóti einhverju mikilvægu undan eða láti sér sjást yfir það. Til þess að gagn- rýna þá hluti af fullu viti og sanngirni þyrfti að fara í fótspor höfundar og leita til heimilda hans. Það leiði ég hjá mér og vísa til sagnfræðinga. Þeim verður það því auðveldara sem höfundur hefur tekið þann ágæta kost að láta prenta tilvísanir til heimilda á spássíum. Þetta er þó ekki aðeins kostur fyrir sagnfræð- ingana. Fyrir venjulegan lesanda hefur það ómetanlegt gildi, einmitt við lestur heimildasögu, að vita hvenær höfundur sækir ákveðna staðreynd til heimilda og hvenær hún er ágiskun hans eða diktur. Hver sem kann að verða sérfræðilegur dómur sagnfræðinga get ég ekki annað sagt en að þessi þáttur í verki Björns verkar allur hinn trúverðugasti, og það mundi koma mér mjög á óvart ef ræki- legri könnun heimilda breytti nokkru sem máli skiptir í mynd hans af réttar- fari í landinu og örlögum þeirra ein- Umsagnir um beekur staklinga sem urðu fyrir barðinu á þvi. 2) Það sem hlýtur að hafa verið. Með því að tengja saman staðreyndir sem skjalfestar eru i frumheimildum og það sem vitað er um mannlegt eðli, aðstæð- ur, siði og hætti samtímans getur höf- undur heimildasögu samið frásögn sem í sjálfu sér er engin heimild fyrir en hlýtur þó að vera nokkurn veginn rétt. Hér koma t d til álita svo hversdagsleg- ar staðreyndir sem þær að menn þurfa að éta, sofa og skýla sér fyrir veðri og vindum. Þótt við höfum t d enga beina heimild um það hvernig Magnús Gísla- son amtmaður ferðaðist til dómþings á Þingvöllum á ákveðnu sumri, hvað hann át, né hvernig hann var klæddur, þá vitum við með vissu að menn ferð- uðust ríðandi um Island á þessu tíma- bili og talsvert er vitað bæði um klæða- burð, mataræði og viðlegubúnað höfð- ingja á þessum tíma. Það er einn af kostum Haustskipa hve vel er á slíku efni haldið, eins og höfundar var reynd- ar von og vísa. Heimildanotkun af þessu tagi gefur höfundi kost á að gera sögu sína skynrænni og um leið Iæsi- legri en sagnarit eru að jafnaði, þ e a s þau sem gerð eru samkvæmt nútíma- kröfum. Vinnuaðferð Snorra og margra sagnfræðinga fyrri alda var meira í ætt við þá sem heimildasöguhöfundar nota nú á tímum en sagnfræðingar. (Kannski væri margt vitlausara en kalla Heims- kringlu heimildasögu, a m k ef við telj- um að Snorri hafi trúað vísunum.) 3) Það sem líklegt er að verið hafi. Engin glögg skil eru milli þessa flokks og hins síðasta þótt eðlismunur sé nokk- ur. Hér finnst mér eðlilegt að telja frá- sögn sem reist er á getgátum og líkind- um um hvatir manna og viðbrögð, ýms- ar athafnir og jafnvel inntak samræðna. Slíkar getgátur verða aldrei sannaðar en þær eru þó þess eðlis að rökum verður 197
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.