Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 108
Tímarit Máls og menningar
thesis = samhverfa — leiða þó flókið
atriði sjaldnar til fullnaðarskilnings i
einni lom. Samhverfan er „upphafin“
(þetta orð „aufgehoben“ hefir þríþætta
merking í heimspeki Hegels) og getur
orðið frumhverfa og framkallað nýja
andhverfu á æðra skilningsstigi. Eins og
sjá má er slíku hugsunarkerfi ætlað að
sameina, og vegna frábærrar þekkingar
sinnar á hugmyndasögunni, óbilandi
trúar á ratvísi röklegrar hugsunar og
óhvikullar samkvæmni tekst Hegel að
sýna, að kenningar, stefnur og heims-
sögulegar atburðarásir, sem virtust í
fyrstu algerar andstæður, verða í Ijósi
hinnar dialektisku rökfræði samslungin
þróunaröfl í framvindu menningarinnar.
Þessu litla innskoti er ætlað að sýna,
að Páll velur sér ekki auðveldustu leið-
ina, þegar hann ákveður að styðjast í
spjalli sínu við heimspeki Hegels. Val-
ið er samt viturlegt og lýsir glöggri
yfirsýn yfir þróun heimspekinnar síðan
Hegel leið. Að vísu veitir takmarkað
rúm þessarar litlu bókar engin tök á að
rökræða einstök atriði í hinni marg-
brotnu kenningu hins víðfræga heim-
spekings, enda er það ekki ætlun höf-
undar. En með þvi að Hegel leitast við
að fella meginstrauma menningarinnar
og heimssögulegar atburðarásir í eina
röklega samslungna heild, þá reynist
bókarhöfundi nærtækt að túlka ýmsan
vafa og vanda núlifandi kynslóða í
anda hans. Einstaklingurinn andspænis
hinni hlutrænu menningu, viðleitni
hans á skammri ævi og straumþung
þróun hins yfirpersónulega anda, eru í
senn vandi okkar tíðar og meginatriði
í heimspeki Hegels. Dr. Páll samræmir
þetta með skarpskyggni og orðleikni,
sem verðskuldar aðdáun.
Tólfti kaflinn, Lífsþrá og sjálfsþekk-
ing, í bók Páls, er snjöll túlkun á kenn-
ingu, sem Hegel setur fram á 10 blað-
202
síðum í Phánemenologie des Geistes.1)
Margir telja, að þessi stutti kafli hafi
orðið kveikjan að kenningu Karls Marx
um alræði öreiganna. Ef það er rétt, þá
mun vera vandfundinn áhrifameiri tíu
blaðsíðna texti i heimspekilegum bók-
menntum fyrr og síðar. Jafnframt ber
sú spá um stefnu samfélagsþróunarinn-
ar, sem fram er sett í þessum kafla,
glöggt vitni um það, hvernig höfundur-
inn, konunghollur prússneskur emb-
ættismaður, lætur persónulega vild sína
og stéttarvitund víkja miskunnarlaust
fyrir réttu mati þeirra afla, sem hann
skilur að eru og munu verða ráðandi í
samfélagsþróuninni. „Hann leitast við
að varpa Ijósi á andstæður tilverunnar
og sýna hvernig þær samtvinnast í
veruleikanum," eins og Páll orðar það
(bls. 51).
Framanskráða hugleiðing má vitan-
lega ekki skilja þannig, að dr. Páll —
né heldur undirritaður — telji Hegel
hafa rétt fyrir sér í hverju einstöku
atriði. Páll beitir heimspeki hans framar
öllu sem uppistöðu fyrir ívaf eigin
túlkunar á viðfangsefni sínu: gagn-
kvæmri afstöðu hugsunar og veruleika.
Hann neyðist því til að sleppa ýmsum
atriðum, sem eru í sjálfum sér mikil-
væg, svo sem stefnumarkandi virkni
hins hlutræna í þróuninni („List der
Vernunft") svo og nánari greiningu á
Geist-hugtaki Hegels, en hefði orðið of
rúmfrekt í bókinni. Hins vegar skýrir
hann og gagnrýnir Hegel óbeint, þegar
hann snýr sér að þeim ólíku stefnum,
sem heimspekin greindist í síðar. Sum-
ar eiga sterkar rætur i heimspeki Heg-
els, þótt þær hafi þróazt á sinn sérstaka
hátt, aðrar spretta af nýjum sjónarmið-
x) Hegels sámtliche Werke, útg. Jo-
hannes Hoffmeister, II. bindi, Leip-
zig 1937, bls. 141—150.