Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 109
um í samræmi við líðandi tíð, einkum
þróun náttúruvísindanna, og loks hafa
heimspekistefnur markazt í beinni and-
stöðu við kenningar Hegels, svo sem
tilvistarstefnan (existentialisminn) í sín-
um ýmsu gervum frá Kierkegaard til
Sartre. í III. hluta bókar, þar sem þess-
um stefnum er lýst, kemur fram bein
og óbein gagnrýni á heimspeki Hegels,
en jafnframt skýrast sumir höfuðþættir
hennar að nokkru. Þannig gætir höfund-
ur okkar alls jafnvægis og markar skoð-
un sinni hvergi of þröngan bás.
Efni kaflanna 14—18, Kant og
Hegel. Stefnur í heimspeki 19. og 20.
aldar, er of yfirgripsmikið og marg-
þætt fyrir það leturrými, sem höfundur
ætlar því; þetta er honum sjálfum ljóst.
Hann drepur stuttlega á ýmsar kenning-
ar, leitast við að skýra rök og gagnrök í
stuttu máli, en neyðist stundum til að
einfalda meira en góðu hófi gegnir.
Einkum virðist mér þetta gerast, þegar
hann ber heimspeki Kants saman við
heimspeki Hegels (bls. 51—52). Heim-
speki Kants er frumlegri, djúpsærri og
margbrotnari en svo, að hana megi túlka
sem leit að svörum við þremur einföld-
um spurningum. Samanburður á kenn-
ingum beggja þessara stórbrotnu hugs-
uða hefir verið skráður í þykkum bind-
um. Það efni er enn ekki tæmt. Höf-
undur okkar hefði þurft meira tóm og
meira rúm. Eftir lestur þessarar skemmti-
legu bókar óska ég og vona að honum
hlotnist það.
Þeim meginhluta, sem hér var rædd-
ur, fylgir Bókarauki: Heimspeki og vís-
indi í mannlegri tilveru. Hann hefst á
spurningunni: Hvað er heimspeki?
Þótt svarið sé þegar gefið í grundvallar-
atriðum í fyrra hluta bókar, er spurn-
ingin rökrædd að nýju frá ýmsum sjón-
armiðum og virðast mér sjónarmið höf-
Umsagnir um htskur
undar sjálfs koma hér skýrar fram. Eng-
an ábata sé ég í því að höfundur tekur
hér upp orðið skynsemi án þess að skýr-
greina merking þess eða hlutverk til
hlítar. Þó segir á bls. 85: „Skynsemin er
tilraun til að spyrja skipulega um merk-
ing og tilgang allra hluta, hún leitast
við að uppgötva samræmi í tilverunni.
Hún er því fremur krafa og köllun en
staðreynd og áskapaður eiginleiki."
Þá erum við komin inn á svið siðfræð-
innar, sem leggur siðrænt mat á verkn-
aðinn. Ut frá því ræðir höfundur um
andstæðurnar skynsemi og ofbeldi.
I seinni helmingi bókaraukans er rætt
um breytta stöðu heimspekinnar vegna
sivaxandi sérgreiningar í þekkingarleit-
inni. Jafnvel þröngt sérfræðisvið þykist
sjálfu sér nóg og engin þekking er viður-
kennd, nema hún beri sérfræðistimpil-
inn. Höfundur varar alvarlega við þeim
misskilningi, að heimspeki sé ein slík
sérgrein og heimspekingi beri að vita
sérfræðileg skil á sem flestum vísinda-
greinum. Framlag heimspekinnar til
allra vísinda er rökfræðin, en meginvið-
fangsefni hennar er maðurinn, sjálfs sín
vitandi vitund hans og skilningur hans
á þeim hlutræna veruleika, sem umlyk-
ur hann og hann er hluti af.
Bókin er prentuð á góðan pappír,
ytri frágangur allur vandaður og próf-
arkalestur ágætur.
Matthias Jónasson.
MENNINGARSÖGUÞÆTTIR
lslenzkir þjóShcettir Jónasar Jónassonar
frá Hrafnagili er yfirlitsrit um þjóð-
hætti og þjóðtrú í víðri merkingu, og
er eina heildarritið sem gefið hefur ver-
ið út um þvílíkt efni. Margvíslegan
þjóðháttafróðleik er að finna í ævisög-
um, þjóðsögum og sagnaþáttum og
203