Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 109
um í samræmi við líðandi tíð, einkum þróun náttúruvísindanna, og loks hafa heimspekistefnur markazt í beinni and- stöðu við kenningar Hegels, svo sem tilvistarstefnan (existentialisminn) í sín- um ýmsu gervum frá Kierkegaard til Sartre. í III. hluta bókar, þar sem þess- um stefnum er lýst, kemur fram bein og óbein gagnrýni á heimspeki Hegels, en jafnframt skýrast sumir höfuðþættir hennar að nokkru. Þannig gætir höfund- ur okkar alls jafnvægis og markar skoð- un sinni hvergi of þröngan bás. Efni kaflanna 14—18, Kant og Hegel. Stefnur í heimspeki 19. og 20. aldar, er of yfirgripsmikið og marg- þætt fyrir það leturrými, sem höfundur ætlar því; þetta er honum sjálfum ljóst. Hann drepur stuttlega á ýmsar kenning- ar, leitast við að skýra rök og gagnrök í stuttu máli, en neyðist stundum til að einfalda meira en góðu hófi gegnir. Einkum virðist mér þetta gerast, þegar hann ber heimspeki Kants saman við heimspeki Hegels (bls. 51—52). Heim- speki Kants er frumlegri, djúpsærri og margbrotnari en svo, að hana megi túlka sem leit að svörum við þremur einföld- um spurningum. Samanburður á kenn- ingum beggja þessara stórbrotnu hugs- uða hefir verið skráður í þykkum bind- um. Það efni er enn ekki tæmt. Höf- undur okkar hefði þurft meira tóm og meira rúm. Eftir lestur þessarar skemmti- legu bókar óska ég og vona að honum hlotnist það. Þeim meginhluta, sem hér var rædd- ur, fylgir Bókarauki: Heimspeki og vís- indi í mannlegri tilveru. Hann hefst á spurningunni: Hvað er heimspeki? Þótt svarið sé þegar gefið í grundvallar- atriðum í fyrra hluta bókar, er spurn- ingin rökrædd að nýju frá ýmsum sjón- armiðum og virðast mér sjónarmið höf- Umsagnir um htskur undar sjálfs koma hér skýrar fram. Eng- an ábata sé ég í því að höfundur tekur hér upp orðið skynsemi án þess að skýr- greina merking þess eða hlutverk til hlítar. Þó segir á bls. 85: „Skynsemin er tilraun til að spyrja skipulega um merk- ing og tilgang allra hluta, hún leitast við að uppgötva samræmi í tilverunni. Hún er því fremur krafa og köllun en staðreynd og áskapaður eiginleiki." Þá erum við komin inn á svið siðfræð- innar, sem leggur siðrænt mat á verkn- aðinn. Ut frá því ræðir höfundur um andstæðurnar skynsemi og ofbeldi. I seinni helmingi bókaraukans er rætt um breytta stöðu heimspekinnar vegna sivaxandi sérgreiningar í þekkingarleit- inni. Jafnvel þröngt sérfræðisvið þykist sjálfu sér nóg og engin þekking er viður- kennd, nema hún beri sérfræðistimpil- inn. Höfundur varar alvarlega við þeim misskilningi, að heimspeki sé ein slík sérgrein og heimspekingi beri að vita sérfræðileg skil á sem flestum vísinda- greinum. Framlag heimspekinnar til allra vísinda er rökfræðin, en meginvið- fangsefni hennar er maðurinn, sjálfs sín vitandi vitund hans og skilningur hans á þeim hlutræna veruleika, sem umlyk- ur hann og hann er hluti af. Bókin er prentuð á góðan pappír, ytri frágangur allur vandaður og próf- arkalestur ágætur. Matthias Jónasson. MENNINGARSÖGUÞÆTTIR lslenzkir þjóShcettir Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili er yfirlitsrit um þjóð- hætti og þjóðtrú í víðri merkingu, og er eina heildarritið sem gefið hefur ver- ið út um þvílíkt efni. Margvíslegan þjóðháttafróðleik er að finna í ævisög- um, þjóðsögum og sagnaþáttum og 203
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.