Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 51
Erindi um lífið „hinumegirí' framtíðarinnar, og því stöndum við svo vakandi vörð um frelsi þess, að skyldu foreldrarnir af einhverjum ástæðum verða því til byrði — en slíkt gerist iðulega á umbrotatímum, í styrjöld, kreppu eða við byltingu — þá má það afneita foreldrunum eins og ekkert hafi í skorist. Jafnvel fóstrið í móðurkviði getur látið í ljós þá frómu ósk að það vilji ekki fæðast, og er þá orðið við henni. Að vísu er enn verið með fordóma gagnvart þeim börn- um sem gerast föðurmorðingjar, en sálfræðin með óstöðvandi útskýringar- flóði sínu er langt komin með að draga þau að landi, og mér sýnist að hjá okkur, hinumegin, nálgist sú tíð óðfluga að þjóðfélagið semji frið við þau með tvíhliða frjálsu samkomulagi og setji það skilyrði eitt, að föðurmorð- ingjarnir gangi í eina sæng með mæðrum sínum. Kæru tilheyrendur, hjá okkur í útlandinu hefur fólkið vissulega eitthvað til að lifa fyrir! I heimkynni frelsisins er lífið sem sætur strengleikur eða iðandi glaumur. I lágum kofa og hárri höll, í leiguhjöllum og á aðals- setrum, í hellisskútum, klaustrum og katakombum, inni í skógi og úti á engi, uppi í hlíðum Alpafjalla og úti við ysta haf, í skýsköfum jafnt sem bíslögum, í sandbyljum eyðimarkanna og hringiðum fellibyljanna, eða í snauðasta gistiherbergi eða dimmustu dýflissu, eða í móttökusal forsetans eða í forugri skotgröf, — alls staðar er maðurinn jafn frjáls og óháður, enda höfum við valið okkur stað að vel íhuguðu máli, og séum við leið á hlutskiptinu, getum við á svipstundu kosið okkur betra, haft vistaskipti, fengið letigarð í staðinn fyrir betrunarhús, hóruhús í staðinn fyrir vinnu- konukompu, já og ekki kostar það nema eitt augnakast, þá hefur hóruhúsið umbreyst í aðalsmannssvítu, eða öfugt. Kæru tilheyrendur, hjá okkur hinumegin eru verkaskiptin í þjóðfélag- inu sannkallað meistarastykki umgengnislistarinnar. Hver og einn situr í sjálfvöldu sæti og tekur út þær þjáningar sem hann vill helst, það er að segja þær sem veita honum mestan unað. I beinu hlutfalli við frelsið er vald okkar einnig án afmörkunar, það leiðir af sjálfu. Sumir beita vald- inu til að skipa fyrir, sumir hagnýta sér það til að hlýða. Hvort tveggja til- brigðið hefur sína ástríðufullu fylgismenn, og þeir dragast hver að öðrum eins og kisa að mjólkurskálinni. Eg bið yður, tilheyrendur mínir, að líta ekki á það sem blint föðurlandsofstæki af minni hálfu þegar ég segi, með hæfilegum fyrirvara þó, að þeir geti alls ekki hver án annars verið. Þræll- inn kemst ekki af húsbóndalaus, nægar heimildir vitna um það. Alþýðan getur ekki á heilli sér tekið án ráðandi stéttar hvers tíma, og gildir það gagnkvæmt. Landeigandalaus má leiguliðinn sín einskis, og án leiguliðans 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.