Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 6
Tímarit Mdls og menningar
þegar auðmagnið getur ekki lengur séð af kjarabótum, heldur verður þvert á
móti að klípa af fyrri ávinningum umbótabaráttu verkalýðsins. Krataflokkarnir
hafa fallist á að skerða verði kjör verkalýðs, en hafa leitast við að það gerist
hægt og verstu örbirgðinni sé forðað með félagslegum ráðstöfunum. Þrátt fyrir
töluverða kjaraskerðingu, vaxandi atvinnuleysi, aukningu vinnuálags og minnk-
un félagslegrar þjónustu, hefur krömm tekist að halda trúnaði verkalýðs — fá
stuðning hans í kosningum og halda friði á vinnumarkaði. Menn sjá einfaldlega
ekki betri valkost.
Kreppuuppskriftir krata ganga undir nöfnum eins og Einkommenspolitik/
indkomstpolitik eða Social Contract. Upp úr þeim hafa íslenskir kratar soðið
„kjarasáttmála" sinn, en hann var töfraorð þeirra í kosningabaráttunni. Með
honum átti að forðast kostnaðarsamar vinnudeilur og tryggja verkalýð rétt-
látan skerf af aukningu þjóðartekna. í raun getur hann ekki þýtt annað, við
núverandi kreppuástand, en að verkalýðurinn gangist sjálfviljugur undir kjara-
skerðingu; með miðstýrðum samningum séu hendur hans múlbundnar, þannig
að sultarólin verði hert hægt og sígandi, án möguleika til andófs.
Á sama hátt og kratahjal og glistrupskt lýðskrum blandast saman á kostu-
legan hátt í málflutningi krata, er „jafnaðarmennska“ þeirra mótsagnakennd. Á
annan bóginn tala þeir alvörugefnir um „tímabundnar fórnir", en á hinn bóg-
inn smíða þeir hina fegurstu loftkastala um félagslegar umbætur sem þeir
vilja knýja fram. í raun og veru gerist hér hið sama og hjá krötum í ríkisstjórn-
um nágrannalandanna: Um leið og óhrjálegur veruleiki auðvaldsskipulagsins
knýr þá til skipulegra kjaraskerðingaraðgerða gegn verkalýð, mála þeir ósk-
hyggju sína um félagslegan jöfnuð og fagurt mannlíf stöðugt skærari litum í
áróðri.
Alþýðuflokkurinn er þó ekki svo skyni skroppinn að hann telji sig hafa um-
boð til að koma á kjarasáttmála sínum. Þótt flokkurinn geti að mestu þakkað
launamönnum kosningasigurinn í júní, hefur hann veik ítök í skipulagðri
verkalýðshreyfingu. Því stígur Alþýðuflokkurinn ekki fram sem fulltrúi verka-
lýðsstéttarinnar til beinna pólitískra sátta við auðstéttina, heldur vill hann taka
á sig gervi sáttasemjara og koma á „sögulegri málamiðlun" Alþýðubandalags
og Sjálfstæðisflokks. Víkur nú talinu að Alþýðubandalaginu.
Talsmenn Ab segja oft flokkinn feta milliveg milli kratisma og kommúnisma.
Með þessu er annars vegar átt við andstæður umbótahyggju og byltingarafstöðu,
og er Ab þá best líkt við mann sem stendur með fæturna hvorn á sínum bakka
gliðnandi sprungu. En hins vegar er hér átt við alþjóðlegar stjórnmálahefðir
krata og komma, og finnst mér menn ætla að sleppa ódýrt frá sögulegu upp-
gjöri með því að vísa óljóst til „millivegar". Ab á rætur í báðum þessum
meginstraumum verkalýðshreyfingarinnar, en einkum þó þeim með kommún-
istanafnbótina.
228