Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 108
Umsagnir um bækur
DRAUMUR UM VERULEIKA
íslenskar sögur um og eftir konur.
Helga Kress valdi sögurnar og sá um
útgáfuna. Mál og menning, 1977.
„Allt er þetta tómstundavinna höfunda,
sem flestar eru húsmæður fyrst og fremst
og oft jafnframt forsjármenn heimila
og barna. Ritstörfin koma því varla fyrr
en í þriðja sæti, eða hver veit hvað, enda
hafa konur löngum tamið sér það að
vinna sitt verkið með hvorri hendi."
Þetta segir Halldóra B. Björnsson í eftir-
mála með Pennaslóðum, smásagnasafni
sem kom út 1959 með sögum eftir ís-
lenskar konur. Helga Kress tekur upp
þráðinn í formála sínum að Draumi um
veruleika og segir: „Það er því engin
furða þótt margar konur með hæfileika
og löngun til ritstarfa hafi látið undan
síga. Kjör þeirra og jafnaldranna af
hinu kyninu hafa alltaf verið og eru
enn gjörólík. Það hefur aldrei verið
eetlast til þess af konum að þcer yrðu rit-
höfundar." En náttúran verður seint
lamin með lurk, um það vitnar ekki síst
sögusafnið sem hér um ræðir.
Formáli Helgu að Draumi um
veruleika er ákaflega þarfur, og má
raunar líta á hann sem vísi að bók-
menntasögu kvenna. Hún rekur þar
erfiðleika kvenna á að gerast rithöfund-
ar með mörgum lýsandi dæmum, og
einu dæmi mætti bæta við úr Baráttunni
um brauðið eftir Tryggva Emilsson.
Hann segir þar (bls. 26—7) frá mág-
konu sinni, Elínu, sem var náttúruð fyr-
ir andleg störf en fékk aldrei að njóta
ávaxta af þeirri náttúru sinni: „Aldrei
sat hún við borð en skrifaði á hnjám
sér úti sem inni og fól lausum blöðum
allar sínar viðkvæmu hugsanir og þrár.
Aldrei fannst henni nógu vel gert, en
gaf sér ekki tóm til að umskrifa eitt eða
neitt, hún geymdi lausu blöðin sín undir
koddanum eða þá í handraðanum í kof-
fortinu og ætlaði sér að vinna úr þeim
seinna, en það seinna kom aldrei.“
í framhaldi af frásögn Helgu af erfið-
leikum kvenna á að skrifa lýsir hún bók-
menntastofnuninni og því hvernig hún
tekur við ritverkum sem svona mikið er
haft fyrir. Bókmenntastofnunin, útgef-
endur, gagnrýnendur, höfundar kennslu-
bóka og fleiri hafa farið furðulega að
ráði sínu gagnvart kvenrithöfundum.
Dæmi Helgu eru mörg og geta reitt sljó-
asta lesanda til reiði. Hún flettir ofan
af tvískinnungi og hræsni bókmennta-
manna eins og Guðmundar Finnboga-
sonar, Sigurðar Nordals og ýmissa yngri
manna, auk þess sem hún bendir á það
fullkomna yfirlæti sem karlar sýndu
konum iðulega í sambandi við ritstörf.
Mjög mikinn fróðleik er að finna í
formála Helgu, upplýsingar um kven-
rithöfunda og merk ártöl í bókmennta-
sögu þeirra. Hér hefur Anna Sigurðar-
dóttir á Kvennasögusafni Islands vafa-
326