Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 62
Tímarit Máls og menningar — Ég verð með stórt, rautt blóm, sagði Elísabet. Dóttir mín veit að ég hef alltaf rautt blóm þegar ég þarf að láta þekkja mig. Hún var bara stuttan tíma í þessari Þýskalandsför. Þegar hún kom afmr lá henni heldur kalt orð til dóttur sinnar. Samt þótti henni afar vænt um stúlkuna. En þeim samdi ekki. Kannski þær hafi verið of líkar. Dóttirin var einnig leikkona, skildist mér. Og það myndaðist einhver spenna á milli þeirra. Eftir þetta var hún hér um nokkurn tíma en ég held að óeirðin hafi alveg náð valdi á henni að stríðinu loknu. Þetta hefur líklega verið hennar erfiðasti tími. Löngu seinna hitti ég manneskju sem búið hafði í nábýli við hana þessi missiri. Hún sagði að Elísabet hefði alltaf hrist höfuðið og verið önug. — Æi, hún Golla gamla, sagði einhver annar sem kannaðist við hana þegar hún barst í tal. Það var ónotalegt og opnaði manni langa rauna- sögu. En þannig sá ég aldrei Elísabetu Göhlsdorf. Ég sá hana taka sér stöðu á miðju gólfi eins og stofan mín væri leiksvið. Og hún hristi gráan makk- ann. Athyglin skyldi beinast að henni einni og gerði það. Ég átti við hana mörg góð og einlæg samtöl um líf sem hún þekkti vel en ég hafði aðeins nasasjón af. Og hún gaf mér gjöf. Ofurlítinn einhyrning, blásinn úr gleri og listilega gerðan, á litinn eins og dimmt ský. Við dáðumst báðar að verkum glergerðarmanna. Það fórst fyrir að ég gæfi henni spegil. Spegill var henni nauðsyn í einverunni. Sá sem hún átti var alltof lítill. En hún gætti þess að fægja hann vel á hverj- um morgni og setti hann á borðið áður en hún æfði sig. Alllöngu eftir stríðið fór Elísabet svo til Austurþýskalands. Sagðist ætla að vera hjá bróður sínum. Eitt póstkort fékk ég frá henni þaðan. Þá fann ég að henni leið ekki vel. Nokkru síðar frétti ég að hún hefði fengið krabbamein í auga og dáið. Þá var litla glerdýrið mitt brotið. 280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.