Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar
Snemma var farið að falast eftir Biermann til tónleikahalds vestan-
megin, en hann treysti sér lengi vel ekki til að taka slíkum boðum, þar
sem stjórnvöld eystra neimðu honum ævinlega um tryggingu fyrir því að
hann fengi að snúa heim afmr. Loks fékk hann þó þau loforð sem hann
taldi nægileg og fór og hélt tónleika í Köln 13. nóvember 1976. Fáein-
um dögum síðar gerðist það sem hann hafði óttast mest: Ausmrþýsk
stjórnvöld sviku hann í tryggðum og sviptu hann vegabréfi, þannig að
hann átti ekki afturkvæmt til Ausmrberlínar.
Með þessu hugðust stjórnvöldin brjóta hann á bak afmr. Eftir mikið
ramakvein í fyrstu myndu flennimiðlarnir í vestrinu smám saman fá leið
á honum eins og öllu öðru. Hann hlyti að missa broddinn þegar hann
væri endanlega búinn að glata stöðu sinni sem yfirlýsmr óvinur ríkisins
og opinber píslarvottur. I vestrinu hlyti hann að formangast og gefa
þannig höggstað á sér, höggstað sem tilvalinn væri til heimabrúks í Ausmr-
þýskalandi.
Nú er liðið eitt og hálft' ár síðan þetta gerðist og Wolf Biermann er
sesmr að í Hamborg á nýjaleik. Það er Ijóst að hann hefur átt erfiða daga
til að byrja með í vestri en samt virðist nú komið á daginn að austur-
þýskum stjórnvöldum hefur ekki orðið að ósk sinni. Biermann hefur aldrei
hvikað frá því að hann sé kommúnisti og hefur nú tekið til við að reyna
að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Umrótið er liðið hjá og hann er nú
farinn að melta reynsluna af nýjum veruleika og allskyns sjónarmiðum
sem hafa steypst yfir hann eftir margra ára einangrun í austrinu. Hann
skrifar mikið og verður án efa fróðlegt að fylgjast með því sem á eftir
að koma frá honum þegar hann verður endanlega búinn að fóta sig á
nýja staðnum.
Wolf Biermann mun eitthvað hafa fengist við leikritagerð, en hann
er langþekktastur sem ballöðu- eða vísnaskáld og -söngvari. Sem slíkur
byggir hann mjög á evrópskri hefð, einkum þýskri. Sálufélagar hans og
vinir eru menn eins og Villon, Heine, Tucholsky og Brecht, enda eru þeir
á sveimi víða í kvæðum hans og mæta þar til leiks ýmist með verk sín
eða í eigin persónu.
Biermann lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi í kveðskap sínum. Háð-
strengurinn hljómar hæst þegar hann fjallar um valdhafana í Austur-
þýskalandi eða vonda kapítalista vestantjalds og blandast þá mál hans
stundum beiskju. En hann á marga fleiri strengi til, hann syngur um ástir
238