Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 16
Tímarit Máls og menningar Snemma var farið að falast eftir Biermann til tónleikahalds vestan- megin, en hann treysti sér lengi vel ekki til að taka slíkum boðum, þar sem stjórnvöld eystra neimðu honum ævinlega um tryggingu fyrir því að hann fengi að snúa heim afmr. Loks fékk hann þó þau loforð sem hann taldi nægileg og fór og hélt tónleika í Köln 13. nóvember 1976. Fáein- um dögum síðar gerðist það sem hann hafði óttast mest: Ausmrþýsk stjórnvöld sviku hann í tryggðum og sviptu hann vegabréfi, þannig að hann átti ekki afturkvæmt til Ausmrberlínar. Með þessu hugðust stjórnvöldin brjóta hann á bak afmr. Eftir mikið ramakvein í fyrstu myndu flennimiðlarnir í vestrinu smám saman fá leið á honum eins og öllu öðru. Hann hlyti að missa broddinn þegar hann væri endanlega búinn að glata stöðu sinni sem yfirlýsmr óvinur ríkisins og opinber píslarvottur. I vestrinu hlyti hann að formangast og gefa þannig höggstað á sér, höggstað sem tilvalinn væri til heimabrúks í Ausmr- þýskalandi. Nú er liðið eitt og hálft' ár síðan þetta gerðist og Wolf Biermann er sesmr að í Hamborg á nýjaleik. Það er Ijóst að hann hefur átt erfiða daga til að byrja með í vestri en samt virðist nú komið á daginn að austur- þýskum stjórnvöldum hefur ekki orðið að ósk sinni. Biermann hefur aldrei hvikað frá því að hann sé kommúnisti og hefur nú tekið til við að reyna að hasla sér völl á nýjum vettvangi. Umrótið er liðið hjá og hann er nú farinn að melta reynsluna af nýjum veruleika og allskyns sjónarmiðum sem hafa steypst yfir hann eftir margra ára einangrun í austrinu. Hann skrifar mikið og verður án efa fróðlegt að fylgjast með því sem á eftir að koma frá honum þegar hann verður endanlega búinn að fóta sig á nýja staðnum. Wolf Biermann mun eitthvað hafa fengist við leikritagerð, en hann er langþekktastur sem ballöðu- eða vísnaskáld og -söngvari. Sem slíkur byggir hann mjög á evrópskri hefð, einkum þýskri. Sálufélagar hans og vinir eru menn eins og Villon, Heine, Tucholsky og Brecht, enda eru þeir á sveimi víða í kvæðum hans og mæta þar til leiks ýmist með verk sín eða í eigin persónu. Biermann lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi í kveðskap sínum. Háð- strengurinn hljómar hæst þegar hann fjallar um valdhafana í Austur- þýskalandi eða vonda kapítalista vestantjalds og blandast þá mál hans stundum beiskju. En hann á marga fleiri strengi til, hann syngur um ástir 238
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.