Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 47
Tibor Déry Erindi um lífið „hinumegin“ Brot úr fangelsisskáldsögunni „Herra A. G. í X“ Ungverski rithöfundurinn Tibor Déry (1894—1977) mátti muna tímana tvenna og þrenna þegar hann öldungur leit yfir æviferil sinn og störf. Hann ólst upp í velgengni og menntandi umhverfi, vildi unna almenningi sama hlutskiptis en rakst á skorður stétta og hugmyndafræði. Hugleikinn gerðist honum þroskaferill manns af ættum betri borgara sem finnur sig knúðan til að gerast samherji róttækrar verkalýðshreyfingar í hálf-fasísku landi. Skáldsaga um þetta var ritskoðurum Horthy-stjórnarinnar of erfiður biti, og hinn mikli þríleikur Tibors, Ólokin setning, fékkst ekki gefinn út fyrr en að heimsstyrjöldinni lokinni. Þá fyrst, kominn yfir fimmtugt, fær Tibor Déry þá viðurkenningu að hann sé alvöru höfundur. Boð- skapur bókarinnar greiddi fyrir þjóðlegri samstöðu um lýðræðismarkmið, en þetta þótti linleg kröfugerð nokkrum árum síðar þegar upp voru teknir harðneskjulegir stjórnarhættir að sovéskri fyrirmynd. Tibor Déry hugðist halda áfram að feta braut mannúðar og menningar í ritum sínum, en skáldsögunni Svarið fékk hann aldrei lokið sökum þess að þróun mála í landi hans um og eftir 1950 veitti ekki nema neikvæð svör við þeirri spurningu um hlutskipti mannsins í þjóðfélaginu sem upp var borin í þríleiknum 10—20 árum fyrr. Ymis önnur verk samdi hann, bæði fyrr og síðar, sem hér verður ekki getið. Tibor Déry fagnaði mjög þeim breytingum á ungversku samfélagi sem þjóðlífsólgan sumarið og haustið 1956 gaf fyrirheit um. Sovésk íhlutun gerði vonir ungverskra sósíalista að engu í þeirri lotu, en opinská afstaða Tibors og einurð varð honum til dómsáfellis í réttarhöldum 1957. Var hann dæmdur til fangelsisvistar fyrir þann sakaráburð að hafa æst til uppreisnar gegn sósíalískri þjóðfélagsskipan. Tibor Déry var náðaður 1960, og var það eins og fyrirboði þess frjálslyndis sem nú þykir einkenna ungverskt stjórnarfar í saman- burði við ýmis önnur lönd Austur-Evrópu. Fjórum árum síðar fékkst gefin út skáldsaga sem hann hafði samið í fangelsinu, heit ádeila á hvert það stjórnarfar sem hneppir gagnrýnendur sína í fjötra. Eftir þetta samdi Tibor enn nokkur at- hyglisverð verk, þeirra á meðal sjálfsævisöguna Enginn dómur, þar sem hann þykir sérstaklega hreinskilinn og óvæginn, jafnt í eiginn garð sem annarra. Tibor Déry lifði stranglega eftir þeim reglum sem hann setti sér: „Heiðarlegt verk eftir heiðar- legan höfund er alltaf játning, opinská eða dulin eftir atvikum, um æviferil hans sjálfs eða þær óskir sem hann elur með sér.“ I bréfi til rithöfundaþings í Ungverja- landi árið 1976 leggur hann áherslu á þann rétt höfunda — sem einnig sé skýlaus skylda — að túlka heiminn eins og hann blasir við hverjum og einum, hvort sem þeir játa umhverfi sínu eða hafna því. Sjálfur játaði hann meginreglum sósíal- 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.