Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 111
því riti, sem hér verður fjallað um. Öll
börnin voru prófuð með WISC, greind-
arprófi David Wechslers fyrir börn.
Annaðist Arnór Hannibalsson einkum
þetta verk, staðlaði prófkerfið fyrir ís-
lenzk börn og sá um útgáfu þess. Með
því verki hefir íslenzkum sálfræðingum
bætzt þýðingarmikið rannsóknartæki.
Höfundar beita talnaniðurstöðunni í
formi greindarvísitölu. Öðru vandasömu
prófi var einnig beitt í rannsókn þess-
ari, geðgreiningarprófi Rorschachs, en
því hefir ekki fyrr verið beitt við jafn
mikinn fjölda barna hér á landi. Gylfi
Asmundsson, annar samstarfsmaður Sig-
urjóns, framkvæmdi þær prófanir, en
hinni vandasömu úrvinnslu á niðurstöð-
um mun ekki að fullu lokið. Bókarhöf-
undar styðjast þó að nokkru við þær,
eins og ég vík að síðar.
Meginþáttur rannsóknarinnar beind-
ist að persónuleika barnsins og stöðu
þess í samfélaginu, eins og titill bókar-
innar gefur til kynna. Annaðist Sigurjón
Björnsson hann með aðstoð félagsráð-
gjafa og annars starfsliðs. Það tekur til
geysimargra þátta í sálarlífi barnsins,
heilsufars þess, heimilisaðstæðna, mennt-
unar og efnahags foreldra o. fl. Upp eru
taldir 25 þættir, sem kannaðir voru og
skráðir hjá hverju barni eða tengdir því.
Ef litið er yfir aldursskeið árganganna
ellefu og skipting hvers árgangs eftir
kyni, má lesanda strax í upphafi bókar
verða ljóst, að hér er efnt til geysivíð-
tækrar rannsóknar. Eins og kunnugt er
af fyrirlestrum, sem próf. Sigurjón hefir
flutt, mun hann þegar hafa unnið að
nokkru úr öllum þáttum rannsóknar
sinnar, en höfundar fyrirliggjandi rits
hafa þó kosið að skjóta á frest endan-
legri umfjöllun nokkurra þátta, enda
hefði bókin að öðrum kosti orðið mjög
stór.
Umsagnir um bcekur
í lok inngangskaflans gera höfundar
grein fyrir væntanlegri niðurröðun og
tengslum efnisins, lauslegt yfirlit sem
naumast verður gert í knappara formi.
Hinn mikli fjöldi af töflum og línurit-
um, sem þekja blaðsíður í aðalköflum
bókarinnar, kunna að fæla einhvern frá
lestri hennar. Slík fælni væri þó ástæðu-
laus. Höfundar ásetja sér að beita töl-
fræðinni með gát, aðeins sem skýrandi
hjálpargrein, svo að hún skyggi hvergi
á sálrænar staðreyndir. Slík hófsemi ætti
að gera hverjum áhugamanni bókina að-
gengilega, þótt hann státi ekki af sér-
stakri leikni í tölfræði.
Stéttaskipting og ólík kjör stétta eru
meðal meginhugtaka bókarinnar. Börn
skiptast að vísu ekki í stéttir, en spyrja
má, hvort þau njóti eða gjaldi þeirrar
atvinnustéttar, sem foreldrar þeirra telj-
ast til. Nú er stéttaskipting hér á landi
mjög óljós og háð sífelldum breyting-
um. Þetta veldur bókarhöfundum erfið-
leikum við ákvörðun þeirra starfsstétta,
sem börn í fyrrgreindum rannsóknar-
hópi koma úr. Með stuðningi af ófull-
komnum heimildum skipta þeir honum
í 6 deilihópa samkvæmt aðalstarfi heim-
ilisföðurins á líðandi stund. Róttæk
breyting á efnahag og menntunarmögu-
leikum frá kynslóð föður til kynslóðar
barna hans er auðsæ, og hún virðist um-
byltandi, ef litið er einni kynslóð lengra
afmr í tímann. Hún gerist samtímis
sterkri hreyfingu í búsetu, streymi úr
strjálbýli í þéttbýli, frá fornum starfs-
háttum til nýrra. Vaxandi sókn ungrar
kynslóðar til mennta er eitt hinna knýj-
andi afla þessara samfélagsbreytinga,
þáttur í almennri sókn til bættra lífs-
kjara. Streymi upp á við til bemr meg-
andi stétta er miklu örara en afmrhvarf
frá þeim til hinna lægri, eins og höf-
undar sýna með einföldum breytismðli
329