Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 74
Tímarit Máls og menningar
klámyrði ættuð af svipuðum slóðum. Því verður uppi fótur og fit þegar
hún dauðadrukkin hrópar að viðskiptavini sínum, hermanni frá Filipseyj-
um:
Erum við Islendingar? Eða erum við jömnuxar? Mér er sama þótta Mamma
Boba drepi mig. Eg er og verð Islendingur. Líki ykkur illa, þá fuck your
self, you cocksuckers, you motherfuckers. (205)
Innan um öll þessi erlendu ómenningaráhrif er ekki laust við að lesand-
inn efist um sannleiksgildi orða stúlkunnar: „Eg er og ver'ð Islendingur.“
Framantalin dæmi sýna að íslensk tunga og menning er víða á undan-
haldi í heimi sagnanna. Það sem kemur í staðinn er erlend fjöldamenning,
vitundariðnaður, afþreyingarefni mestmegnis, sem hingað berst gegnum
sjónvarp, kvikmyndir, bækur og blöð. Til þessara miðla sækir fólk oft við-
miðanir sínar, sbr. leiki barnanna hér að framan. Hraði og stjórnleysi ein-
kenna mjög líf persónanna, og því hafa þær stundum á tilfinningunni að
þær séu að leika í kvikmynd. „Mér líður eins og ég lifi í samblandi af
djarfri sænsk-franskri-amerískri kvikmynd" (233) segir næturvörðurinn og
háskólastúdentinn sem kennir mellunum ensku. Og í sveitahasarnum í
Rakstri segir ein systranna: „Manni finnst lífið vera orðið hálfgerð kvik-
mynd (...) Maður gæti haldið bíómyndirnar horfa á okkur en ekki við á
þær.“ (85)
Þetta er varhugaverð þróun, því þeir sem ráða auðmagninu, ráða einnig
hvers konar goðsagnir vitundariðnaðurinn framleiðir. — Þeir græfu sína
eigin gröf, tækju þeir upp á því að ögra eigin hugmyndafræði. Auk þess
er vinnuþrælkun vegna arðráns slík, að t. d. slævandi áhrif afþreyingar-
efnis í sjónvarpi eiga greiðan aðgang að vitund dauðþreytts fólks. (Skýr-
ustu dæmin um þetta í bókinni eru hjónin Sveinn og Katrín í Hin útvalda
og Pémr og Tobba í Þjóðhátíð.)
3.4. Goðsagan um ástkcera, ylhýra málið
Borgaraleg vísindi eru yfirbreiðsla á raunverulegum afstæðum manna.
Undir vísindalegu yfirskini er talað um allt annað en það sem máli skiptir.
Þessi kúgunarþátmr málsins er eitt helsta þema verka Guðbergs. — Þannig
gera t. d. hagfræðingar og fréttaskýrendur (sem yfirvöld fylgjast að sjálf-
sögðu með) þorra manna mjög erfitt fyrir með því að búa sífellt til ný
torræð orð yfir það sem snertir eitt af brýnusm hagsmunamálum þeirra:
kjarabaráttuna. í Rakstri fá verkalýðsforingjar og „menntakommar" ádrepu
292