Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 101
„Islenski skólinn“ og Hrafnkelssaga ekkert verið ritað á íslenska tungu. Grundvöllur slíkra rannsókna er enn- fremur ótrausmr vegna þess að ýmsar helstu sögurnar liggja ekki enn fyrir í fullnægjandi útgáfum. Þá eru niðurstöður um uppruna og eðli sagnanna mjög á reiki. Kenningin um þær sem höfundarverk hefur leitt ýmsa út í öfgar, m. a. allt að örvæntingarfulla leit að efniviði sem hin fornu skáld- menni hefðu smíðað úr. Hefur þá viljað sannast að það finnur hver sem um er hugað. Sumir hafa ætlað sögurnar rómana sem spegli einungis sam- tíð höfundanna, 13. og 14. öld, þó annað sé látið í veðri vaka, í annan stað er þeirri skoðun hampað að þær séu búnar til úr áhrifum, einkum frá riddarabókmenntum eða lærðum kristilegum ritum, enn aðrir trúa því að höfundarnir hafi rakið frásagnarþráðinn upp úr sjálfum sér. En svo sundurleitur sem efniviður sagnanna mundi samkvæmt þessu vera þá mætast þær í einum harla mikilvægum punkti: Þær þykjast vera sannar. Höfundarnir, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma hafa setið við skriftir sínar víða um land, ættu að hafa unnið allir sem einn undir sama járnaganum: Þeir máttu ekki láta bera á því að þeir væru að skrökva! Islendingasögur eiga sér allar sannsögulegt baksvið, svo sem landnám Islands og þjóðfélag þess frá næstu öld þar á eftir, að ógleymd- um tengslum við sögu annarra landa. Þá kemur fjöldi persóna þeirra fram í öðrum og traustari heimildum, svo sem Islendingabók, Landnámu og annálum. Söguslóðir eru sömuleiðis úr heimi raunveruleikans, kennileitin blasa við hvar sem farið er um landið og bera sömu heiti og í sögunum. A hinn bóginn ónáða höfundar okkur ekki með nærveru sinni, þótt þeir séu oft og tíðum bæði ágengir og alvitrir í skáldsögum, heldur er frásögn jafnan hagað svo sem heimildir gætu verið fyrir hverju einu. Þetta allt og margt fleira veldur því að sögurnar orka á lesendur sem túlkun raunveruleika en eigi að síður gemr og hlýmr margt í þeim að vera tilbúningur og hugarburður, t. a. m. frásagnir af yfirnáttúrlegum efn- um, og í formgerð þeirra leynir listin sér ekki. En til hins — að sanna að þorri þeirra eigi ekki fyrirmyndir í raunvemleika sögualdar og væm ekki taldar hafa gerst, þegar þær voru skráðar — þarf miklu sterkari rök en til þessa hafa verið borin fram. Það dugir jafnvel skammt að vitna í undan- tekningar meðal nokkurra hinna yngsm sagna sem eru mótaðar af hefð greinarinnar. Nú fór því raunar fjarri að þeir sem mörkuðu stefnu íslenska skóians afneimðu munnmælum sem heimildum sagnameistaranna. Nær væri að segja að hin gamla tröllatrú á sannindum arfsagna hefði verið forsenda 319'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.