Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 12
Tímarit Máls og menningar
Nú er það ekki ný bóla að hugtök séu þanin útum allar þorpagrundir. Oft
má heyra fólk tala um Austur-Evrópu sem sósíalísk ríki, jafnvel einlæga sósíal-
ista sem hafa djúpstæða óbeit á villimennskunni sem þar ríkir í öllu stjórnar-
fari. Fólk situr annaðhvort fast í gömlum vana frá þeim tímum þegar haldið
var að afnám einkaeignarréttarins á framleiðslutækjum leiddi sjálfkrafa til
sósíalisma, eða það hefur hugsunarlaust viðtekið þá notkun orðsins sem algeng-
ust er í borgaralegum fjölmiðlum; þar eru þessi ríki undantekningarlítið kennd
við sósíalisma eða kommúnisma, enda varla hægt að hugsa sér hentugri leið til
að læða því að fólki að sósíalismi sé sama og kúgun. Og hver er ekki sósíalisti?
Eða kommúnisti? í daglegu tali margra þeirra sem telja sig hægramegin á
skalanum getur kommúnisti verið sá sem gengið hefur Keflavíkurgöngu, eða
menntast í Svíþjóð, eða raulað Megas sér til ánægju; sósíalisti getur sá verið
sem haft hefur einhvers konar samneyti við þessháttar fólk. í tali margra þeirra
sem telja sig til vinstri við framsókn og krata getur sósíalisti verið sama og
félagshyggjumaður, eða alþýðusinni, eða þjóðhollur umbótamaður, eða lýðræðis-
sinnaður jafnaðarmaður — mikið ef slyngir lýðskrumarar í nýja flokknum á
gamla grunninum eru ekki sósíalistar.
Og hvað er lýðræði? Borgarastéttin er ekki í vafa, lýðræði er ekki margs
konar heldur eins konar, það heitir Lýðræðið og er bæði aðferð og skipulag,
fullkomið hástig í þróunarsögu mannkynsins, sem sé þessi dýrð sem við búum
við. íslenskir sósíalistar hafa flestir beygt sig til hálfs fyrir þessari síbylju-
notkun á hugtakinu lýðræði. Þeir tala að vísu ekki um lýðræði með stórum
staf og greini, en þeirra lýðræði er óákveðið og vítt eins og úthafið, „á grund-
velli lýðræðis", „flokkur félagshyggju og lýðræðis" o. s. frv. Þannig er hugtak-
inu ekki aðeins ætlað að ná yfir borgaralegt lýðræði, þ. e. borgaralegt fámennis-
veldi með sinnulitlu samþykki fjöldans, heldur líka sósíalískt lýðræði, sem
getur þá væntanlega verið flokkslýðrasði í lenínískum anda, sjálfstjórn fram-
leiðendanna og allt þar á milli. Hugtakinu er ætlað svo mikið að það verður
óljóst og nánast merkingarlaust.
Það er til marks um pólitískan og fræðilegan doða íslenskra sósíalista hvernig
þeir hafa látið hugtök eins og sósíalismi og lýðræði þenjast útí tómið. Þeim
mun meiri verður undrun manns þegar upp spretta nú hver á eftir öðrum
hneykslunarþrungnir vandlætarar sem láta sér ekki nægja að býsnast yfir glanna-
legri notkun á hugtakinu stalínismi, heldur gera tilraun til að bægja því inní
einhvern iítilsverðan afkima hins sögulega fróðleiks. Hvað er að gerast? Er
teorían loksins að eignast hér sína tryggu vini? Eða er hugtakið stalínismi eitt-
hvað viðkvæmara en önnur?
Eitt af birtingarformum þeirrar þjóðernislegu minnimáttarkenndar, sem hér
Ioðir við svo marga, er að stæra sig af og vegsama hvers konar afdalamennsku
í hugsunarhætti og hegðun. Þjóðin verður merkileg af því hvað hún er skemmti-
234