Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 12
Tímarit Máls og menningar Nú er það ekki ný bóla að hugtök séu þanin útum allar þorpagrundir. Oft má heyra fólk tala um Austur-Evrópu sem sósíalísk ríki, jafnvel einlæga sósíal- ista sem hafa djúpstæða óbeit á villimennskunni sem þar ríkir í öllu stjórnar- fari. Fólk situr annaðhvort fast í gömlum vana frá þeim tímum þegar haldið var að afnám einkaeignarréttarins á framleiðslutækjum leiddi sjálfkrafa til sósíalisma, eða það hefur hugsunarlaust viðtekið þá notkun orðsins sem algeng- ust er í borgaralegum fjölmiðlum; þar eru þessi ríki undantekningarlítið kennd við sósíalisma eða kommúnisma, enda varla hægt að hugsa sér hentugri leið til að læða því að fólki að sósíalismi sé sama og kúgun. Og hver er ekki sósíalisti? Eða kommúnisti? í daglegu tali margra þeirra sem telja sig hægramegin á skalanum getur kommúnisti verið sá sem gengið hefur Keflavíkurgöngu, eða menntast í Svíþjóð, eða raulað Megas sér til ánægju; sósíalisti getur sá verið sem haft hefur einhvers konar samneyti við þessháttar fólk. í tali margra þeirra sem telja sig til vinstri við framsókn og krata getur sósíalisti verið sama og félagshyggjumaður, eða alþýðusinni, eða þjóðhollur umbótamaður, eða lýðræðis- sinnaður jafnaðarmaður — mikið ef slyngir lýðskrumarar í nýja flokknum á gamla grunninum eru ekki sósíalistar. Og hvað er lýðræði? Borgarastéttin er ekki í vafa, lýðræði er ekki margs konar heldur eins konar, það heitir Lýðræðið og er bæði aðferð og skipulag, fullkomið hástig í þróunarsögu mannkynsins, sem sé þessi dýrð sem við búum við. íslenskir sósíalistar hafa flestir beygt sig til hálfs fyrir þessari síbylju- notkun á hugtakinu lýðræði. Þeir tala að vísu ekki um lýðræði með stórum staf og greini, en þeirra lýðræði er óákveðið og vítt eins og úthafið, „á grund- velli lýðræðis", „flokkur félagshyggju og lýðræðis" o. s. frv. Þannig er hugtak- inu ekki aðeins ætlað að ná yfir borgaralegt lýðræði, þ. e. borgaralegt fámennis- veldi með sinnulitlu samþykki fjöldans, heldur líka sósíalískt lýðræði, sem getur þá væntanlega verið flokkslýðrasði í lenínískum anda, sjálfstjórn fram- leiðendanna og allt þar á milli. Hugtakinu er ætlað svo mikið að það verður óljóst og nánast merkingarlaust. Það er til marks um pólitískan og fræðilegan doða íslenskra sósíalista hvernig þeir hafa látið hugtök eins og sósíalismi og lýðræði þenjast útí tómið. Þeim mun meiri verður undrun manns þegar upp spretta nú hver á eftir öðrum hneykslunarþrungnir vandlætarar sem láta sér ekki nægja að býsnast yfir glanna- legri notkun á hugtakinu stalínismi, heldur gera tilraun til að bægja því inní einhvern iítilsverðan afkima hins sögulega fróðleiks. Hvað er að gerast? Er teorían loksins að eignast hér sína tryggu vini? Eða er hugtakið stalínismi eitt- hvað viðkvæmara en önnur? Eitt af birtingarformum þeirrar þjóðernislegu minnimáttarkenndar, sem hér Ioðir við svo marga, er að stæra sig af og vegsama hvers konar afdalamennsku í hugsunarhætti og hegðun. Þjóðin verður merkileg af því hvað hún er skemmti- 234
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.