Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 78
Tímarit Mdls og menningar
Hjúkrunarkonan lítur á heiminn „sem hvert annað fornt lík“ (178), og
þegar dauðinn nálgast hugsar hún aðeins um hvernig útbúa megi tilvon-
andi lík sem snyrtilegast til krufningar. Sjúklingarnir eru dauðir hlutir fyrir
henni, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir. Þegar maðurinn gefur svo upp
andann er honum pakkað inn sem hverjum öðrum böggli, og bundið við
hann merkispjald.
Hlutgerving af nokkuð öðrum toga er hlutgerving kvenna á „markaðn-
um“. Karlrembar líta á konur sem hluti sem séu góðir til síns brúks. Þetta
viðhorf yfirfærist til konunnar, henni er kennt m. a. í gegnum auglýsingar
að líta á líkama sinn sem hlut. Það er skylda hennar að gera þennan hlut
sem girnilegastan fyrir karlmanninn. Með því hækkar skiptagildi konunn-
ar á markaðnum. Þannig hefur kapítalískt neyslu- og samkeppnisþjóðfélag
skrumskælt samskipti karla og kvenna í ýmsum tilfellum yfir í samband
seljanda og neytenda. Skýrasta dæmið um þetta er vændið.
I 3.2 var minnst á Gunnu í Rakstri sem var svo óheppin að hana kól
upp að mitti áður en hún „gekk út“ úr húsi foreldranna yfir í hús eigin-
mannsins. Fyrst hún gat ekki gifst á „eðlilegum tíma“, finnst systrum
hennar ekki nema réttlátt að hún fórni sér fyrir foreldrana. Þegar þeir
falla frá, ætla þær að senda hana á hæli. Gunna reynir sitt besta til að
halda sér til, þó henni sé ljóst að gildi hennar á hjónabandsmarkaðnum
sé hverfandi lítið. Sá eini sem sýnir henni áhuga er „aumingi“ af næsta
bæ. Kvenfyrirmyndir Gunnu, sem henni gengur að vonum erfiðlega að
líkja eftir, eru fengnar úr fjarlægum heimi erlendra afþreyingarsagna:
Allar hennar bækur fjalla um Mary í vanda með hvaða kjól hún eigi að
velja, því skrifstofustjórinn hefur boðið henni í kertaljósakvöldverð... (71)
Alþýðustúlkurnar í Ellefta atriði sem stunda vændi í aukavinnu reyna
að gæða sig þeim eiginleikum sem vinsælastir eru á persónumarkaðnum
þá stundina: svampbrjósmm til að auka barminn, himinháum hárgreiðslum
styrkmm með hárlakki, stríðsmálningu, tyggigúmmíblæstri, ensku babli og
upphrópunum. Von þeirra og æðsta takmark er að með þessum eiginleik-
um takist þeim að losna úr „fúlum“ framleiðslustörfum yfir í amerískt
hjónaband.
I þessari sögu taka reyndar allar helsm persónur sögunnar þátt í vel-
megunarkapphlaupinu: Mamma Boba og stúlkurnar sem hún starfrækir
hagnast á varnarliðsmönnunum; næmrvörðurinn á hótelinu hagnast einnig
á vændinu: Kanarnir neyðast til að múta honum fyrir að fá að taka stúlk-
296