Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 48
límarit Máls og menningar ismans án þess að hvika nokkru sinni frá kröfunni um helgi einstaklingsins. Með þessu hafði hann bakað sér tortryggni og raunar ofsóknir af hálfu valdhafa sem stóðu fyrir tveimur gerólíkum pólitískum markmiðum, að því er yfirlýst var. Þess vegna segir Tibor í sjálfsævisögunni: „I bókmenntum felst andóf við veröldinni eins og hún er sköpuð. Bókmenntir leita hins fullkomna andspænis ófullkomnum einstaklingi. Bókmenntaiðjan er í andstöðu við þjóðfélagskerfin, sem reynast hvert öðru gallaðra, og við náttúruna sem í blindni skerðir eigin sköpun. Rithöfundar eru eins og útsendarar Lúsífers að því leyti að þeir beita neituninni fyrir sig, ólíkt iðkendum annarra lista sem samstillast sköpunarverkinu í lofgerð tóna eða mynda.“ Tibor Déry var aldavinur marxíska heimspekingsins og listfræðingsins György Lukács og flutti útfararræðu við gröf hans 1971. Þar lagði Tibor áherslu á það að allt ævistarf hins látna hefði mótast af mannelsku hans en hún byggði á trú og trausti á manninum. I þessum anda hefði György Lukács þjónað málstað sósíal- ismans en ótal sinnum orðið að þola auðmýkingu og vonbrigði. Eins og Tibor hafði György ýmist hlotið vegsemd eða ámæli af hálfu þeirra sem fóru með hinn opin- beraða sannleik sósíalismans hverju sinni, raunar í stofufangelsi og útgáfubanni í nokkur ár eftir 1956. Ummæli Tibors í útfararræðunni eiga ekki síður við hann sjálfan, leitandi anda sem nærðist af mótsögnum hetjulegra tíma. Síðustu æviárin var hann borinn á höndum af þjóð sinni og einnig stjórnendum hennar, enda hafði margsinnis sannast að umvandanir hans gátu snúist í harkalega hirtingu ef reynt var að þagga niður í honum. — Þeir tveir öldungar sem nú hafa verið nefndir, György Lukács og Tibor Déry, eru með einum eða öðrum hætti forgöngumenn og lærifeður allra sósíalískra andófsmanna í Ungverjalandi. Til þeirra sækja menn ekki aðeins hugsjónir og hugmyndaforða, heldur einnig hugprýði og reisn. <> Er það rétt að frelsið ali af sér regluna? En ekki öfugt að reglan hafi frelsið í farteski sínu? — Svo spyr Tibor Déry í formála að fangelsisskáldsögu sinni, Herra A. G. í X. Hann heldur áfram og segir að það sé rangt að stilla þessum hugtökum upp hvoru á móti öðru. Mannlegt samfélag hafi búið hvort tveggja til í varnar- skyni gegn náttúrunni. Regla án frelsis hljóti fyrr eða síðar að springa í loft upp, en frelsi án reglu sé víti, og um það fjalli skáldsaga sín. Unnt hefði verið að færa þetta í búning sögulegrar skáldsögu, en á ritunartíma hennar hafi hann haft meiri áhuga á óbundnum leik ímyndunaraflsins. Þess vegna hafi orðið úr þessu fram- tíðarskáldsaga, útópía með ádeilusniði. Hann leiði að því líkur, hvernig frelsishug- mynd auðvaldsskipulagsins mundi snúa sjálfa sig úr hálsliðnum, ef ekki kæmi til mótspyrna sögunnar, sósíalisminn. Það sé örlagaspurning mannkyns, hvernig takist að móta framtíðina, og hann hafi i skáldverki sínu lýst því, hvernig hún má ekki verða. Um sósíalismann fjalli hann ekki. Þessar hugleiðingar eru að líkindum tvíræðari en þær í fyrstu sýnast, en þó er skáldsagan sjálf spunnin miklu fleiri þráðum en þarna er gefið í skyn. Ætla má að formálann hafi Tidor Déry ritað til að greiða fyrir útgáfu sögunnar, en full- samin beið hún prentunar í ein 3 ár. Margslungin er þessi saga, og ástandið í X 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.