Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 13
Adrepur lega skrítin og frábrugðin öðrum þjóðum. Hvorttveggja er stórlega ýkt. Þjóðin er í raun hvorki skrítnari né frábrugðnari nálægum þjóðum en svo að mest- allur landslýður liggur hundflatur fyrir vesturheimskri múgmenningu og lífs- háttum og virðist langt frá því að hafa fengið nóg. Samt skulum við vera skrítin og öðruvísi, sérstök og jafnvel einstök. Gömul eymd og ný skal vera dyggð. í menningarpólitísku andrúmslofti af þessu tagi er auðvelt að láta eins og maður sé einn í heiminum. Þótt einhverjir skrattakollar í útlandinu hafi komist að einhverju sem ekki var áður vitað, eða aðeins komið sér saman um að nota sömu hugtök yfir sömu fyrirbæri, þá þarft þú ekkert að taka tillit til þess. Þessi svokallaða heimsmenning er ekki annað en mont og tilgerð í samanburði við okkar gagnmerku íslensku sérstöðu. Því fáránlegri skoðanir sem þú getur lokkað fram úr þínum sérstæða og rammíslenska gáfnakolli, því meiri líkur eru til að mark verði tekið á þér. Undanfarna áratugi hafa marxistar af ýmsu tagi og víða um heim rætt og rifist um svokallaðan stalínisma. Aldrei hafa þó þessar umræður orðið fjörugri en einmitt síðustu misseri, og skiptir þar mestu að stærstu kommúnistaflokkar Vestur-Evrópu hafa af ýmsum ástæðum neyðst til að grufla lítið eitt í eigin fortíð. En vegna okkar íslensku sérstöðu og pólitísku sjálfumgleði hefur allur þessi gauragangur annaðhvort farið framhjá hérlendum sósíalismm eða þeir ekki talið sig hafa neitt af honum að læra; fáeinar undantekningar sanna aðeins regluna. í útlöndum mega menn þrugla hvað sem þeim sýnist, við hérna erum svo sérstök í hugsunarhættinum og lífsskakinu öllu að við þurfum hvorki né eigum að gefa því minnsta gaum hvað þá apa það eftir. Þótt samanlagður marxistaskari Vesturlanda noti hugtakið stalínismi nokkuð á sama veg, þá er það þeirra mál en ekki okkar. Þessi afstaða á ekkert skylt við gagnrýna og sjálfstæða hugsun. Rúllugardínan er aðeins dregin fyrir. Á sama hátt og menn upptendrast gagnrýnislaust frammi fyrir hverju því úr útlandinu sem styrkt getur hugmyndir þeirra um eigið ágæti, þannig byrgja þeir fyrir skilningarvitin um leið og eitthvað kemur fram sem getur ógnað sjálfsmyndinni. Eitt vesælt hugtak er nóg, og skörpustu höfuð eru rokin niðrí sandinn. Með einangrun rússnesku byltingarinnar mótaðist alþjóðleg hreyfing með ákveðin einkenni í starfi og hugsun. Sovéski kommúnistaflokkurinn varð fljótt ráðandi afl innan þessarar hreyfingar. Samruni hans við sovéska ríkiskerfið fæddi snemma af sér tilhneigingar til að beita hreyfingunni allri fyrir sovéska ríkið og hagsmuni þess. Hugmyndafræðilegt forræði sovéska flokksins varð líka með tímanum óvéfengjanlegt; þegar marxisminn er orðinn ríkiskredda í Sovétríkjunum er um leið loku skotið fyrir fræðilegan þroska hinna flokkanna. Þegar það tók að renna upp fyrir fólki að þessi hreyfing var ekki sósíalism- 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.