Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar
Þar með færir höfundur lýsinguna á frummanninum yfir í séríslenskt um-
hverfi. I yfirfærðum skilningi má því líta á sögur bókarinnar sem lýsingar
á fólki, sem alltaf berst við sama vandann, eins og frummenn, — eða öllu
heldur kemst ekki út úr sínum lokaða heimi, þekkir ekki óvini sína, heldur
„spangólar móti tungli, geltir að bræðraskuggum, brjáð og haldið draug-
um draums...“ (13) (Orðahnikun og leturbreyting mín.) Túlka má „drauga
draums“ sem þær goðsagnir og gildi neyslu- og samkeppnisþjóðfélagsins
sem persónur Guðbergs keppa að, en Guðbergur reynir að afhjúpa.
3. EINSTAKLINGUR, FJÖLSKYLDA — ÞJÓÐFÉLAG
(mikrokosmos — makrokosmos)
3.1. Þjóðfélagslegur bakgrunnur sagnanna — Afhjúpun goðsagna
Guðbergur Bergsson er fæddur 1932, og uppalinn í Grindavík. Flestar
persónur í verkum hans búa einmitt í þorpinu Tanga sem svipar mjög til
Grindavíkur. Landslag er það sama: þorpið Tangi liggur við hafið á suð-
vesturhorni landsins, umhverfis það eru hraunbreiður og sandar.
Félagsleg vensl sagnanna tólf má greina í tvö stig: annars vegar fjöl-
skylduna, hins vegar íslenskt samfélag um og eftir síðari heimsstyrjöld.
I öllum sögunum er nálægð varnarliðsins tilfinnanleg með einhverjum
hætti og flestar sagnanna koma inn á fjölskyldusambúð. Þetta verður að
hafa í huga þegar túlka skal nafn bókarinnar: Astir samlyndra hjóna.
I síðasta kaflanum segir Svanur-Hermann:
Og í dag eiga samlyndu hjónin silfurbrúðkaup hugsaði hann.
Tuttugu og fimm ár, sagði hann. (247)
I sögunni Hin útvalda segir: „Þegar að því rak hafði hjónaband Sveins og
Katrínar staðið óslitið, með nokkrum meinlausum frávikum, í tæpan aldar-
fjórðung." (117) Þessar persónur hafa þannig hafið búskap í upphafi her-
náms. En þegar bókin kom út árið 1967 var rétt liðlegur aldarfjórðungur
síðan fyrstu amerísku hermennirnir stigu hér á land, 7. júlí 1941. Þar með
upphófst afdrifarík „sambúð" íslensku þjóðarinnar og amerísks setuliðs,
og fljótlega tók að gæta áhrifa amerísks fjármagns á Islandi. Sögur bókar-
innar sýna svo hvernig þau efnahagslegu og menningarlegu áhrif, sem hóf-
ust með komu hersins, hafa litað fjölskyldulíf landsmanna, hvernig „pen-
ingalyktin" hefur smogið inn á heimilin og mótað nýjan lífsstíl einstakl-
286