Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 75
Guðbergsk siðbót frá verkamanninum Páli. Hann álítur að þeir geri lítið til að útskýra fyrir útslitnum verkamönnum hverju eigi að berjast fyrir og hvernig. Þess í stað feli þeir sig bak við utanbókarþulur upp úr verkum Marx og Engels, sem séu verkamönnum torskildar. Páll er reglulega illur út í föður sinn, gamla bóndann, sem þarf ekki að ... standa í verkföllum skipulögðum af einskis nýtum verkalýðsdjöflum mærðarlegum á fullu kaupi jarmandi í bílum um hlutfallsprósentur í réttu hlutfalli við kaupmátt launa á jafnvægisgrundvelli launaniðurjöfnunar með takmörkuðu álagi á taxta grunnkaups svo mann svimar... (100) Ketabon er gervivísindaleg skýrsla (eða ræða sem Tómas Jónsson heldur í Félagsmálastofnun Islands), þar sem rakinn er uppruni, eðli og þróun þras- og þráhyggju sjúkdómsins meðal Islendinga. Skýrsluna má annars vegar líta á sem paródíu á gervivísindamennsku ýmissa félags- og sálfræð- inga, hins vegar sem ádeilu á tvöfeldni íslenskra frasðimanna, sem undir yfirskini þjóðrækni predika hugmyndafræði ríkjandi stétta, þ. á m. undir- lægjuhátt gagnvart því sem amerískt er. Segja má að verkaskipting í rannsókn þessari, sem Bandaríkjamenn og Islendingar standa saman að, sé táknræn fyrir samskipti þessara tveggja þjóða: Bandaríkjamenn eru gerendur (leggja til vísindamenn og fjármagn), Islendingar eru þolendur (leggja til „lík“ til rannsóknar): Samt sem áður var örvandi að sjá þessi stóru, glæsilegu íslensku lík vinna óplægt starf í þágu heimsvísindanna, ópólitískra. (22) Þannig eru þessi íslensku lík algjörlega hlutgerð. Erlendir vísindamenn reyna með hlutlægum tölvurannsóknum (þ. e. á ópólitískan hátt) að „leysa gordíonshnút þras- og þráhyggjusjúkdómsins", og þá greinir mjög á um orsakir hans. Hér koma fordómar ræðumanns vel í ljós gagnvart óvina- þjóðum Bandaríkjamanna, Rússum og Kínverjum: Það kom þar af leiðandi hér, eins og oftar, ekkert nýtt fram hjá Sovétmanni ráðstefnunnar. (21) Er hér á ferðinni bandarískur áróður í ólífrænum efnum? spurði Dr. Kwan- mú frá Háskóla Pekingborgar, lítill, elskulegur maður, en afar ofstækisfull- ur. (21) En hér eins og oft í sögum Guðbergs er eins og „sannleikurinn" spretti fram eins og skrattinn úr sauðarleggnum, án þess að sögumaður sé Iátinn gefa því neinn gaum. Eiginkonur „líkanna" eru nefnilega í engum vafa 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.