Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 75
Guðbergsk siðbót
frá verkamanninum Páli. Hann álítur að þeir geri lítið til að útskýra fyrir
útslitnum verkamönnum hverju eigi að berjast fyrir og hvernig. Þess í stað
feli þeir sig bak við utanbókarþulur upp úr verkum Marx og Engels, sem
séu verkamönnum torskildar. Páll er reglulega illur út í föður sinn, gamla
bóndann, sem þarf ekki að
... standa í verkföllum skipulögðum af einskis nýtum verkalýðsdjöflum
mærðarlegum á fullu kaupi jarmandi í bílum um hlutfallsprósentur í réttu
hlutfalli við kaupmátt launa á jafnvægisgrundvelli launaniðurjöfnunar með
takmörkuðu álagi á taxta grunnkaups svo mann svimar... (100)
Ketabon er gervivísindaleg skýrsla (eða ræða sem Tómas Jónsson heldur
í Félagsmálastofnun Islands), þar sem rakinn er uppruni, eðli og þróun
þras- og þráhyggju sjúkdómsins meðal Islendinga. Skýrsluna má annars
vegar líta á sem paródíu á gervivísindamennsku ýmissa félags- og sálfræð-
inga, hins vegar sem ádeilu á tvöfeldni íslenskra frasðimanna, sem undir
yfirskini þjóðrækni predika hugmyndafræði ríkjandi stétta, þ. á m. undir-
lægjuhátt gagnvart því sem amerískt er.
Segja má að verkaskipting í rannsókn þessari, sem Bandaríkjamenn og
Islendingar standa saman að, sé táknræn fyrir samskipti þessara tveggja
þjóða: Bandaríkjamenn eru gerendur (leggja til vísindamenn og fjármagn),
Islendingar eru þolendur (leggja til „lík“ til rannsóknar):
Samt sem áður var örvandi að sjá þessi stóru, glæsilegu íslensku lík vinna
óplægt starf í þágu heimsvísindanna, ópólitískra. (22)
Þannig eru þessi íslensku lík algjörlega hlutgerð. Erlendir vísindamenn
reyna með hlutlægum tölvurannsóknum (þ. e. á ópólitískan hátt) að „leysa
gordíonshnút þras- og þráhyggjusjúkdómsins", og þá greinir mjög á um
orsakir hans. Hér koma fordómar ræðumanns vel í ljós gagnvart óvina-
þjóðum Bandaríkjamanna, Rússum og Kínverjum:
Það kom þar af leiðandi hér, eins og oftar, ekkert nýtt fram hjá Sovétmanni
ráðstefnunnar. (21)
Er hér á ferðinni bandarískur áróður í ólífrænum efnum? spurði Dr. Kwan-
mú frá Háskóla Pekingborgar, lítill, elskulegur maður, en afar ofstækisfull-
ur. (21)
En hér eins og oft í sögum Guðbergs er eins og „sannleikurinn" spretti
fram eins og skrattinn úr sauðarleggnum, án þess að sögumaður sé Iátinn
gefa því neinn gaum. Eiginkonur „líkanna" eru nefnilega í engum vafa
293