Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 76
Tímarit Máls og menningar
um orsakir sjúkdómsins. Þær segja rannsóknina hafa verið lið „í stríðinu
gegn hinum hræðilega aldarfarssjúkdómi, þras- og þráhyggja hins kalda
stríðs, sem oftsinnis hefði haldið fyrir þeim vöku og tært líkama þeirra,
þolinmæði, taugar og biðlund“. (26) Þetta er sennileg skýring, því „líkin“
eru útbreiðslu- og áróðursmeistarar í Natovinafélagi Akureyrar og álíka
félagsskap.
Síðan gerir ræðumaður sér tíðrætt um hnignun eins af þjóðareinkenn-
um Islendinga, gjammsins, sem hann segir að sé á hröðu undanhaldi. Nú
mali menn fremur upp við varnarliðið. Gjammið má túlka sem séríslensk-
an kjafthátt, jafnvel málfar að einhverju leyti. Um innihald þess gildir
eftirfarandi: „Gjamm fól ævinlega í sér siðandi eiginleika, kristilega, stjórn-
málalega eða kynferðislega.“ (31) Ræðumaður vill snúa vörn í sókn, efla
gjammið á móti malinu. En í allsherjargjammhvatningu hans í lok erind-
isins boðar hann í rauninni metorðastigakenningu kapítalismans:
Æfið ykkur í æsku á foreldrum ykkar, afa og ömmu, síðan á maka ykkar,
og svo áfram í hverju þrepi væntanlegs þjóðfélagsstiga. (33)
Og séu þær takmarkanir sem íslensku gjammi eru settar hafðar í huga, er
augljóst að allt tal ræðumanns um „ópólitíska“ vísindamennsku sína og
Ameríkananna er út í hött. Hann heldur fram gildum ríkjandi stétta:
Vita tilgangslaust þykir að gjamma gegn togaraútgerð, kirkjunni, tyggi-
gúmmíi (ameríkaníseringu) eða opinberum stofnunum svo sem Alþingi &
Co.; muldrið þá bara í bringuna. (33)
(Innskot mitt.)
Sem dæmi um tákn þess að ádeila Guðbergs um yfirbreiðsluhæfileika
málsins hitti í mark, má taka ummæli Eysteins Sigurðssonar í ritgerðinni
Skáldsögur Guðbergs — nýtt raunscei. Þar segir hann:
Allvíða lætur hann hugmyndaflugið taka rækilegan fjörkipp, einkum í köfl-
unum Ketabon og Hin útvalda, þar sem fáránleikinn og óraunveruleikinn
eru alls ráðandi, og hið sama er að segja um upphafskaflann, Kenndin
Kringlótt vömb. Er frásögnin i þessum köflum algjörlega slitin úr tengslum
við raunveruleikann og höfðar eingöngu til ímyndunarafls lesandans, sem
allt veltur þannig á, að sé nægilega frjótt til að meðtaka „grínið
(Leturbreytingar mínar.)
6 Sjá Samvinnuna 1969, 2. hefti, bls. 51.
294