Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 83
Pétur Gunnarsson Borg út í mýri Inn í borg sat rithöfundur og pikkaði á ritvél. Óðruhverju þurrkaði hann svitann af enninu og var búinn að tapa þræðinum. Hvernig sem hann rembdist mundi hann ekki eftir neinu til að láta gerast. Púaði vindil og sló öskuna í járnkrús, en annarsstaðar á borðinu var alveg eins krús sem hann drakk úr kaffi. I fátinu sló hann af vindlinum í kaffikrúsina og drakk úr öskukrúsinni. Hvar var þráðurinn? Loks vissi hann ekki lengur hvort hann var að drekka vindil eða reykja kaffi og hellti sér yfir borðið eins og hann ætlaði að fara að gráta, en það var til að skrifa þetta: „Löngu eftir að ég er orðinn hás skal ég halda áfram að syngja um þessa daga sem renna um greipar okkur en verða aldrei höndlaðir fyrir fingur- björgum." Greip jakka, þaut út og var staddur í miðju þessu lífi sem hann vildi ná en kom ekki fingri á. Sólin skein hiklaust. Trjálaufið límt við ósýnilegt loftið. Dagur póstkortanna runninn upp. Nema á þessu korti hreyfðist sjórinn lítillega og öldurnar lögðust upp á ströndina með lötu holhljóði sem breyttist öðruhverju í æsandi greddu- hljóð. Maður flatmagaði í Vassmýrinni með sjónauka og lék sér að því að stækka lífið og draga til sín fólk, fugla og tré eða kippa sjálfum sér upp í gluggakistur á Skólavörðuholtinu. Velti sér á bakið og beindi sjónauk- anum upp í loft þangað til sólin rak gula fingur í augun á honum og hann lá lengi blindur eins og glerbrot. Kona gekk með börn til sitthvorrar handar yfir mýrina. Er pabbi í þessari flugvél? spurðu þau alltaf þegar flugvél birtist. Er pabbi í þessari flugvél kannski? spurði stúlkan og benti á ónýtt flak sem stóð á einni löpp inn í bragga. Það voru tveir strákar inn í henni og földu sig meðan þau gengu framhjá. Héldu síðan áfram að fikta í tökkunum og smndum fannst þeim þeir ná að framkalla torkennileg urg- og sarghljóð eins og þegar rafmagnslaus bíll startar. Kannski var það bara inni í þeim sjálfum. Þeir voru búnir að pæla í þessu allan morguninn án þess að leggja niður 301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.