Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar
Já, þannig finnur maður sitt litla traust. Það er mitt varnarlið, sagði hann.
Mín kennd. (196)
Líklegt er að hér lúri söguhöfundur á bak við sögumann: í viðurstyggi-
legum heimi sé skylda höfundarins að lýsa honum á svo hressilegan hátt,
að lesandinn hrökkvi við og fáist e. t. v. í framhaldi af því til að taka heim-
inn og stöðu sína innan hans til athugunar, sbr. einkunnarorðin að framan.
Ljóst er þó af síðasta kaflanum að ekki er hægt að setja einhlítt samasem-
merki á milli höfundar og sögumanns, því þar stendur söguhöfundur í
írónískri fjarlægð frá sögumanni. Svanur-Hermann liggur einn í óhrein-
indum og skít og slafrar í sig matarleifar með pappasneplum. Þarna er
lýsing sögumanns síst samúðarfyllri en lýsing flestra persóna bókarinnar.
Uppgjöf hans gagnvart umhverfinu og velmegun þeirri sem það vill
þröngva upp á hann er algjör:
... nei þeir reka mig aldrei í velmegunina hvorki í starfi né huga ég þrauka
þangað til það kemur komist ég á föst laun er djöfullinn laus þegar það
kemur verður verðmæti og staða huldufólkssaga... (250)
Hann hló illskulega og af fyrirlitningu ... tniðu ekki á sjálfan þig það yrði
eins og að segja ÞÚ ERT EINSKIS VIRÐI... (250)
Bókinni lýkur á eftirfarandi orðum:
Hann bylti sér, byltan var afar veik. Hann lokaði augunum og Hann hugsaði
fjandsamlega til heimsins, án þess að lyfta minnsta fingri... (251)
Ekki er nánar útskýrt hvað það er sem Svanur-Hermann bíður eftir í
þolandahætti sínum, en Ijóst er að það hlýtur að vera í andstöðu við vel-
megunarkapphlaupið sem hann neitar að taka þátt í.
En það liggur í hlutarins eðli að þetta getur ekki verið afstaða höfundar,
því að sá maður sem er svo „neikvæður" eða „nihilistiskur“ að hann lyftir
ekki minnsta fingri, skrifar ekki bækur.
2.2. Kenndin Kringlótt vömb: stefnuyfirlýsing höfundar (?)
Mjög freistandi er að líta á fyrsta feitletraða kafla bókarinnar KENND-
IN KRINGLÓTT VÖMB sem eins konar stefnuyfirlýsingu höfundar. Þetta
má rökstyðja með því að „hann“, Hermann-Svanur, kemur ekki fram fyrr
en í lok þess kafla, sem er aðskilinn frá meginmálinu. Sumir hafa viljað
284