Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 63
Jóhanna Sveinsdóttir
Guðbergsk siðbót
Endurnýjunarþörfin er ekki eyðandi afl, heldur mótast harka hennar og
niðurrif á hverjum tima, og í öllum tilfellum, af mótspyrnu þeirri, sem
hún mcetir áður en hún sigrar. Og sigur hennar hlýtur alltaf að vera óhjá-
kvœmilegur, vegna þess að aðlögunarhcefileiki mannsins virðist vera sterk-
ari en mótstöðuafl hans. Yfirleitt skrifa höfundar ekki af drápsfýsn,
heldur bera þá áfram önnur félagsleg og andleg öfl, samrunnin frum-
stceðri og aldrei skilgreinanlegri nauðsyn einstaklingsins til að etidurbceta
og skapa.
Guðbergur Bergsson í eftirmála þýðingar sinnar
á Lazarus af Tormes (bls. 109).
1. SAMBAND BÓKMENNTA OG HUGMYNDAFRÆÐI
= YFIRBREIÐSLA — AFHJÚPUN
Segja má að orðið „þjóðfélagsádeila" í bókmenntum sé að nokkru á und-
anhaldi, e. t. v. sökum þess að það er oft notað sem þýðing á orðinu
„Tendenz-litteratur“ sem sumir borgaralegir bókmenntafræðingar tala um
í andstöðu við „hreina“ list. List er sýni ytri sem innri veruleika höfundar-
ins ómengaða af þjóðfélaginu hvað þá pólitískum viðhorfum eða predik-
unum.1 Slík sjónarmið eiga tæpast upp á pallborðið hjá þeim sem hugsa
á marxískum brautum, með því að marxisminn gerir ráð fyrir að öll bók-
menntaverk beri merki hugmyndafræði síns ritunartíma í einni eða annarri
mynd. Því er það að æ fleiri tala um yfirbreiðslubókmenntir og afhjúp-
unarbókmenntir eftir því hvers eðlis tengsl bókmenntanna eru við hug-
myndafræðina.2
Skýrasta dæmið um yfirbreiðslubókmenntir eða þær bókmenntir sem að
mestu eða öllu leyti viðhalda hugmyndafræði ríkjandi stétta, eru afþrey-
1 Sjá t. d. Henri Arvon: Marxist Esthetics, 2. kafla: Dialectics, New York 1973.
2 Sjá t. d. Véstein Olason: Um bókmenntir og bókmenntakönnun. Forspjallsvísindi,
3. hefti, Rvík 1977, Morten Thing: ldeologier og Litteratur, bidrag til kritik af
den borgerlige ideologi, Kbh. 1973, og Terry Eagleton: Marxism and Liter-
ary Criticism, einkum 2. kafla: Form and Content, London 1977.
281