Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 87
Tveir meiðyrSadómar yfir Þórbergi
Verða orðin: „Báðir ...... krafta“ því ekki ómerkt. Hins vegar eru
orðin: „og slagsmál ...... flösku“ meiðandi og óviðurkvæmileg og
hafa ekki verið sönnuð. Verða þau því ómerkt, að því er föður stefnenda
varðar.“
2. Bls. 9: ... „En það var kunnugt, að ekki þurfti mikið út af að bera,
til þess að Sigurður hrykki úr jafnvægi.
Þegar við komum heim um nóttina, var okkur sögð sú saga, að Sigurð-
ur hafi verið hinn reiðasti allan daginn, hefði staðið úti í dyrum fram á
nótt og sagst ætla að bíða eftir kaupamanni og drepa hann, er hann kæmi.
En honum leiddist biðin í dyrunum og háttaði áður.“ ...
Álit dómarans: „Með orðunum: „En það var......hrykki úr jafnvægi“
virðist átt við, að Markús heitinn hafi verið ör í skapi. Þykir ekki næg
ástæða til að ómerkja þau. Ummælin: „Þegar við ...... háttaði áður“
eru ósönnuð og mjög meiðandi og ber að ómerkja þau.“
3. Bls. 9: ..... „Er það djöfullinn hann Markús ívarsson, sem ég
var sóttur til að taka í lurginn á þegar hann ætlaði allt að drepa í brúð-
kaupsveislu norður í Eyjafirði fyrir mörgum árum? Eg trauð honum þar
upp fyrir kistu úti í skemmu“.“ ....
Alit dómarans: „Ummæli þessi eru talin höfð eftir kaupamanni séra Arna
heitins. Eru þau til þess fallin að varpa rýrð á minningu föður stefnenda
og ber að ómerkja þau.“
4. Bls. 10: .... „Sigurður beitti of mikið, en gaf of lítið, og átti ég
þó nóg hey.“ ....
Alit dómarans: „Ummæli þessi eru ekki sönnuð, en þau eru til þess fallin
að varpa rýrð á minningu föður stefnenda, og verða þau því ómerkt.“
3. Bls. 10: .... „En Sigurður hlýddi engu“ ....
Alit dómarans: „Ummæli þessi eru meiðandi og ber að ómerkja þau.“
6. Bls. 10: .... „en hann var hefnigjarn og gleymdi engu.“ ....
7. Bls. 10—11: .... „Þegar hún er að sofna um kvöldið, vitum við
ekki fyrri til en Sigurður sendir fullri skál með heitum graut á hurðina
fyrir herberginu, sem sjúklingurinn svaf í. Samstundis rekur hann upp ægi-
legt grimmdaróp og öskrar lengi, stappar í gólfið og lemur í þilið við
hurðina.“ ....
Álit dómarans á 6. og 7. lið: „Lagt hefur verið fram í málinu endurrit
úr lögregluþingbók Snæfells- og Hnappadalssýslu vegna kæru Árna sál.
Þórarinssonar prófasts á hendur Markúsi heitnum og fleirum árið 1911.
í rannsókninni viðurkennir Markús heitinn, að einhverju sinni, er hann
2 o TXIXI
305