Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 49
Erindi um lífið „hinumegin" minnir óneitanlega meir á steingerða krumlu stalínismans en á þá ósýnilegu hönd markaðsreglunnar sem Marx er sammála Smith um að stýri málum í auðvaldsþjóð- félagi. Umgerð sögunnar er sú að herra A. G. er fornvinur höfundar, og frá honum berst mikill handritaböggull einu sinni á árunum milli stríða. Nú hlýtur A. G. að vera horfinn úr tölu lifenda og því sé í lagi að birta þá sögu sem hann segir af sjálfum sér. Herra A. G. fór sem sé í ferðalag, leggur leiðir sínar um ókunna stigu og lendir að siðustu í borginni X sem liggur utan venjulegra landabréfa. í X snýr allt öfugt miðað við siðgæðismat og lifnaðarhætti Vesmrlandabúa. Dyggðin er fólgin í aðgerðaleysi, kæruleysi um eigin hag og náungans, lífsleiðinn ríkir. Fólkið lifir við hungurmörk, húsin grotna niður, hvergi sést stingandi strá. Sumarið greinist frá vetrinum á því einu að í staðinn fyrir að vaða aur á götunum þarf fólk að berjast við sandstorma og smjúgandi ryk. Allt er merkt sjálfstortímingunni, nema þá helst fangelsið sem líkist lúxushóteli. Fangarnir einir fá nóg að éta, og er það refsing þeirra. Sérstök stétt svonefndra riddara auðkennist á því að venjulegt fólk verður að bera þá á háhesti. Burðarmanninum er sæmd að stöðu sinni, en sá sem borinn er nýtur almennrar vorkunnsemi. (Minnir þetta ekki á þá opinberu hug- myndafræði austantjaldsríkja að enginn heiður sé meiri en sá að vera verkamaður og þannig burðarstétt sósíalismans? A bak við þessa hugmyndafræði finnst mörg- um að dyljist römm stéttaskipting). Herra A. G. verður ástfanginn af stúlku sem er ekki alveg samdauna ömurleikanum, og von hans er sú að geta fengið nokkra borgarbúa með sér yfir til okkar þekkm heima, þá muni stúlkan fylgja honum. Fyrir því heldur hann erindi um lífið „hinumegin" og sparar nú hvergi lýsing- arnar. Borgarlýðurinn er að vísu tilbúinn til að fara hópum saman í „skemmti- ferðir“ þegar yfirvöldin mæla svo fyrir, og úr þeim ferðum kemur enginn afmr því gengið er fyrir ætternisstapa. En í ferðina til annarra heima með herra A. G. fæst enginn, ekki einu sinni sú stúlka sem svo fúslega hefur gefið sig honum á vald mitt í allri dauðadýrkuninni. Hún hlýtur að arka áfram með sínu fólki í forar- bleym og rykmekki, og ekki einu sinni ástin gemr slitið hana frá örlögum sínum í borg hins viðsnúna gildismats. Hér fara á eftir nokkrar glefsur úr erindum herra A. G. um lífið „hinumegin" úr 20. og 22. kafla fangelsisskáldsögunnar. Þessi brot em sett saman í eina heild í þýðingunni, þótt sundurlaus séu í frumtexta. Þýðandi. Hvað er það, kæru tilheyrendur, sem gerir lífið aðlaðandi hjá okkur ytra, hinumegin? Hvað er það sem gerir lífið ekki aðeins bærilegt, heldur eftirsóknarvert, jafnvel svo ómótstæðilega skemmtilegt, að þvert gegn allri skynsemi finnst fólki hjá okkur gaman að lifa? Hvaða skýring er á því að smekkur fólks og dómgreind skuli leiðast út á slíkar villigötur? Hvað er það sem gerir fólk hjá okkur undantekningarlaust glatt í sinni og ánægt með sinn hag? 267
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.