Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 77
GuSbergsk siðbót 3.5. Goðsagan um „rétt einstakUngsins til að lifa og starfa í IjðrœðisþjóðfélagÍ' Glcepurinn gegn mannlegu eðli er sögð út frá sjónarhóli ungs Lions- manns sem heimsækir geðveikrahæli til að sýna sjúklingunum kvikmyndir frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Hér beinir Guðbergur spjótum sínum að ómannúðlegri meðferð á geðveikum: hvernig menn eins og Svingsi lenda á hæli fyrir tilviljun, og hvernig vörðum og læknum er keyptur friður með því að gefa honum hormónasprautur. Yfirlæknir- inn, sem er K.F.U.M. maður, þolir ekki „klæmni“ sjúklinga órólegu deildarinnar, og skiptir sér sem minnst af þeim. Einn varðanna útskýrir þetta fyrir komumanni: „Hann er fyrst og fremst hreinn vísindamaður (...) og ætti aðeins að umgangast Pavlovhunda.“ (172) Starfsfólk þessarar deildar virðist ekki velta fyrir sér mismunandi orsök- um geðveiki, s. s. félagslegum og arfgengum. „Geðveikur maður er hafinn yfir umhverfið“ (168) segja verðirnir, og: „Fávitar hafa ekkert vit á að geðveikjast." (167) Verðirnir eru einna helst á þeirri skoðun, að fávitar séu menn sem sloppið hafi við innrætingu þjóðfélagsins: „Þeir eru ekki einu sinni komnir á kapítalískt frumstig.“ (169) Orðræður varða og Lions-manns eru með þeim hætti, að lesandinn hlýtur að velta fyrir sér hvort þeir geti talist „normal" fremur en sjúklingarnir. Lions-maðurinn veltir fyrir sér í lokin, hvort hann geti ekki notfært sér efni þessarar heimsóknar í leikrit fyrir næsta skemmtifund: „Milli okkar og tvítólu eru aðeins nokkrar sprautur“ (174) yrðu einkunnarorðin. Þannig hafa komumaður og verðirnir beðið siðferðilegt skipbrot. Þeir hlutgera sjúklingana sem eru „öðruvísi“ en þeir, víkja frá normal-hegðuninni sem þjóðfélagið ákvarðar. Þeir neita að horfast í augu við að fólk „fallbeygist eftir aðstæðum“, svo vitnað sé til orða Onnu í 2.2. Svipuð hlutgerving utangarðsmannsins birtist í enn átakanlegri mynd í Dauða brjálaða mannsins. Starfslið geðsjúkrahússins gefst upp fyrir manni sem smám saman hefur hætt að nenna að lifa: Við töldum öruggt, að maðurinn væri haldinn þrjózku. Læknarnir lömdu hann að utan með gúmhömrum, sveipuðu sænginni yfir hann og fyrirskip- uðu, að láta hann sjálfan hafa fyrir að komast á klósett. Ætli skíturinn svæli hann ekki úr bólinu, sögðum við. En það fór á annan veg. Oll hreyfingar- löngun skrokksins virtist vera þrotin. Hann lá kyrr, safnaði saur og þvagi, og bólgnaði án þess klósett hvarflaði að honum. (176) 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.