Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Qupperneq 77
GuSbergsk siðbót
3.5. Goðsagan um „rétt einstakUngsins til að lifa og starfa
í IjðrœðisþjóðfélagÍ'
Glcepurinn gegn mannlegu eðli er sögð út frá sjónarhóli ungs Lions-
manns sem heimsækir geðveikrahæli til að sýna sjúklingunum kvikmyndir
frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna. Hér beinir Guðbergur spjótum
sínum að ómannúðlegri meðferð á geðveikum: hvernig menn eins og
Svingsi lenda á hæli fyrir tilviljun, og hvernig vörðum og læknum er
keyptur friður með því að gefa honum hormónasprautur. Yfirlæknir-
inn, sem er K.F.U.M. maður, þolir ekki „klæmni“ sjúklinga órólegu
deildarinnar, og skiptir sér sem minnst af þeim. Einn varðanna útskýrir
þetta fyrir komumanni: „Hann er fyrst og fremst hreinn vísindamaður (...)
og ætti aðeins að umgangast Pavlovhunda.“ (172)
Starfsfólk þessarar deildar virðist ekki velta fyrir sér mismunandi orsök-
um geðveiki, s. s. félagslegum og arfgengum. „Geðveikur maður er hafinn
yfir umhverfið“ (168) segja verðirnir, og: „Fávitar hafa ekkert vit á að
geðveikjast." (167) Verðirnir eru einna helst á þeirri skoðun, að fávitar
séu menn sem sloppið hafi við innrætingu þjóðfélagsins: „Þeir eru ekki
einu sinni komnir á kapítalískt frumstig.“ (169)
Orðræður varða og Lions-manns eru með þeim hætti, að lesandinn hlýtur
að velta fyrir sér hvort þeir geti talist „normal" fremur en sjúklingarnir.
Lions-maðurinn veltir fyrir sér í lokin, hvort hann geti ekki notfært sér
efni þessarar heimsóknar í leikrit fyrir næsta skemmtifund: „Milli okkar
og tvítólu eru aðeins nokkrar sprautur“ (174) yrðu einkunnarorðin. Þannig
hafa komumaður og verðirnir beðið siðferðilegt skipbrot. Þeir hlutgera
sjúklingana sem eru „öðruvísi“ en þeir, víkja frá normal-hegðuninni sem
þjóðfélagið ákvarðar. Þeir neita að horfast í augu við að fólk „fallbeygist
eftir aðstæðum“, svo vitnað sé til orða Onnu í 2.2.
Svipuð hlutgerving utangarðsmannsins birtist í enn átakanlegri mynd í
Dauða brjálaða mannsins. Starfslið geðsjúkrahússins gefst upp fyrir manni
sem smám saman hefur hætt að nenna að lifa:
Við töldum öruggt, að maðurinn væri haldinn þrjózku. Læknarnir lömdu
hann að utan með gúmhömrum, sveipuðu sænginni yfir hann og fyrirskip-
uðu, að láta hann sjálfan hafa fyrir að komast á klósett. Ætli skíturinn svæli
hann ekki úr bólinu, sögðum við. En það fór á annan veg. Oll hreyfingar-
löngun skrokksins virtist vera þrotin. Hann lá kyrr, safnaði saur og þvagi,
og bólgnaði án þess klósett hvarflaði að honum. (176)
295