Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Blaðsíða 45
Sovétkommúnisminn 10 árum eftir „Vorið í Prag'
til kommúnískra endurbóta innan Austur-Evrópu verið útilokaðir um ald-
ur og ævi. En sú ályktun er fremur sprottin af persónulegum vonbrigðum
og óþolinmæði en hlutlægri greiningu. Nú þegar má t. d. greina viss merki
þess í Póllandi að með vaxandi samfélagslegri kreppu muni umbótastefna
sjöunda áratugarins skjóta upp kollinum á ný, þar sem hún felur í sér
einu úrræðin sem ekki leiða til öngþveitis. Líkur benda til að umbóta-
kommúnisminn verði einnig framvegis ófrávíkjanleg leiðarstjarna breyt-
inga í lýðræðisátt. En í Austur-Evrópu líður tíminn hægt og endurreisn
umbótakommúnismans getur látið bíða eftir sér.
Ný pólitísk menning
í öðru lagi eru gagnrýnendur stjórnarfarsins ekki lengur teknir af lífi, eins
og gerðist á tímum Stalíns. Þeir eru ennþá ofsóttir, en allsherjar ógnar-
veldi af stalínskri gerð er ekki lengur fyrir hendi. Nú á tímum geta gagn-
rýnendur lifað af og haldið áfram andstöðu sinni og barátm — ef þeir
hafa hugrekki til. Af þessu leiðir að smám saman myndast veik en sam-
felld pólitísk menning samhliða sem er virkur áhrifavaldur — og valdhafar
neyðast til að venjast því að umbera hana.
Ennfremur útheimtir slökunar- og samvinnustefnan að sovétkommúnísk-
ar stjórnir hætti, a. m. k. út á við, að líta á mannréttindi sem „borgara-
legar eftirhreytur". Þeir hafa meira að segja fallist á að lögfesta alþjóð-
lega sáttmála um mannréttindi — og þar með er krafan um að þau séu í
heiðri höfð ekki lengur saknæm. Þannig hefur opnast víglína þar sem
stjórnarandstaðan gat hafið árangursríka sókn. Sterkust hefur hún hingað
til verið í Póllandi og Tékkóslóvakíu, en hennar hefur einnig gætt í hinum
löndunum. Baráttan hefur verið byggð upp á grundvelli hollustu og lög-
hlýðni, gagnrýnin beinist ekki gegn ríkjandi þjóðfélagskerfi, og ekki er
heldur hvatt til niðurrifsstarfsemi. Að vísu hafa stjórnvöld einnig að þessu
sinni gripið til kúgunaraðgerða, en hins vegar hafa þau, t. d. í Póllandi,
veitt töluvert miklar tilslakanir, og kannski er von á fleirum. Enda þótt
þeir viðurkenni ekki friðsamlegar rökræður við þá sem gagnrýna þá, neyð-
ast þeir samt til að „rökræða“ í opinberum málflutningi sínum.
Framtíðin ein mun skera úr um hvort baráttumenn mannréttinda verða
færir um að hafa taumhald á tilfinningum sínum, sýna hófsemi og þolin-
mæði, láta ekki egna sig til að láta hollustuna lönd og leið. Þeir verða að
263