Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 68
Tímarit Máls og menningar Þar með færir höfundur lýsinguna á frummanninum yfir í séríslenskt um- hverfi. I yfirfærðum skilningi má því líta á sögur bókarinnar sem lýsingar á fólki, sem alltaf berst við sama vandann, eins og frummenn, — eða öllu heldur kemst ekki út úr sínum lokaða heimi, þekkir ekki óvini sína, heldur „spangólar móti tungli, geltir að bræðraskuggum, brjáð og haldið draug- um draums...“ (13) (Orðahnikun og leturbreyting mín.) Túlka má „drauga draums“ sem þær goðsagnir og gildi neyslu- og samkeppnisþjóðfélagsins sem persónur Guðbergs keppa að, en Guðbergur reynir að afhjúpa. 3. EINSTAKLINGUR, FJÖLSKYLDA — ÞJÓÐFÉLAG (mikrokosmos — makrokosmos) 3.1. Þjóðfélagslegur bakgrunnur sagnanna — Afhjúpun goðsagna Guðbergur Bergsson er fæddur 1932, og uppalinn í Grindavík. Flestar persónur í verkum hans búa einmitt í þorpinu Tanga sem svipar mjög til Grindavíkur. Landslag er það sama: þorpið Tangi liggur við hafið á suð- vesturhorni landsins, umhverfis það eru hraunbreiður og sandar. Félagsleg vensl sagnanna tólf má greina í tvö stig: annars vegar fjöl- skylduna, hins vegar íslenskt samfélag um og eftir síðari heimsstyrjöld. I öllum sögunum er nálægð varnarliðsins tilfinnanleg með einhverjum hætti og flestar sagnanna koma inn á fjölskyldusambúð. Þetta verður að hafa í huga þegar túlka skal nafn bókarinnar: Astir samlyndra hjóna. I síðasta kaflanum segir Svanur-Hermann: Og í dag eiga samlyndu hjónin silfurbrúðkaup hugsaði hann. Tuttugu og fimm ár, sagði hann. (247) I sögunni Hin útvalda segir: „Þegar að því rak hafði hjónaband Sveins og Katrínar staðið óslitið, með nokkrum meinlausum frávikum, í tæpan aldar- fjórðung." (117) Þessar persónur hafa þannig hafið búskap í upphafi her- náms. En þegar bókin kom út árið 1967 var rétt liðlegur aldarfjórðungur síðan fyrstu amerísku hermennirnir stigu hér á land, 7. júlí 1941. Þar með upphófst afdrifarík „sambúð" íslensku þjóðarinnar og amerísks setuliðs, og fljótlega tók að gæta áhrifa amerísks fjármagns á Islandi. Sögur bókar- innar sýna svo hvernig þau efnahagslegu og menningarlegu áhrif, sem hóf- ust með komu hersins, hafa litað fjölskyldulíf landsmanna, hvernig „pen- ingalyktin" hefur smogið inn á heimilin og mótað nýjan lífsstíl einstakl- 286
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.