Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 6
Tímarit Mdls og menningar þegar auðmagnið getur ekki lengur séð af kjarabótum, heldur verður þvert á móti að klípa af fyrri ávinningum umbótabaráttu verkalýðsins. Krataflokkarnir hafa fallist á að skerða verði kjör verkalýðs, en hafa leitast við að það gerist hægt og verstu örbirgðinni sé forðað með félagslegum ráðstöfunum. Þrátt fyrir töluverða kjaraskerðingu, vaxandi atvinnuleysi, aukningu vinnuálags og minnk- un félagslegrar þjónustu, hefur krömm tekist að halda trúnaði verkalýðs — fá stuðning hans í kosningum og halda friði á vinnumarkaði. Menn sjá einfaldlega ekki betri valkost. Kreppuuppskriftir krata ganga undir nöfnum eins og Einkommenspolitik/ indkomstpolitik eða Social Contract. Upp úr þeim hafa íslenskir kratar soðið „kjarasáttmála" sinn, en hann var töfraorð þeirra í kosningabaráttunni. Með honum átti að forðast kostnaðarsamar vinnudeilur og tryggja verkalýð rétt- látan skerf af aukningu þjóðartekna. í raun getur hann ekki þýtt annað, við núverandi kreppuástand, en að verkalýðurinn gangist sjálfviljugur undir kjara- skerðingu; með miðstýrðum samningum séu hendur hans múlbundnar, þannig að sultarólin verði hert hægt og sígandi, án möguleika til andófs. Á sama hátt og kratahjal og glistrupskt lýðskrum blandast saman á kostu- legan hátt í málflutningi krata, er „jafnaðarmennska“ þeirra mótsagnakennd. Á annan bóginn tala þeir alvörugefnir um „tímabundnar fórnir", en á hinn bóg- inn smíða þeir hina fegurstu loftkastala um félagslegar umbætur sem þeir vilja knýja fram. í raun og veru gerist hér hið sama og hjá krötum í ríkisstjórn- um nágrannalandanna: Um leið og óhrjálegur veruleiki auðvaldsskipulagsins knýr þá til skipulegra kjaraskerðingaraðgerða gegn verkalýð, mála þeir ósk- hyggju sína um félagslegan jöfnuð og fagurt mannlíf stöðugt skærari litum í áróðri. Alþýðuflokkurinn er þó ekki svo skyni skroppinn að hann telji sig hafa um- boð til að koma á kjarasáttmála sínum. Þótt flokkurinn geti að mestu þakkað launamönnum kosningasigurinn í júní, hefur hann veik ítök í skipulagðri verkalýðshreyfingu. Því stígur Alþýðuflokkurinn ekki fram sem fulltrúi verka- lýðsstéttarinnar til beinna pólitískra sátta við auðstéttina, heldur vill hann taka á sig gervi sáttasemjara og koma á „sögulegri málamiðlun" Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. Víkur nú talinu að Alþýðubandalaginu. Talsmenn Ab segja oft flokkinn feta milliveg milli kratisma og kommúnisma. Með þessu er annars vegar átt við andstæður umbótahyggju og byltingarafstöðu, og er Ab þá best líkt við mann sem stendur með fæturna hvorn á sínum bakka gliðnandi sprungu. En hins vegar er hér átt við alþjóðlegar stjórnmálahefðir krata og komma, og finnst mér menn ætla að sleppa ódýrt frá sögulegu upp- gjöri með því að vísa óljóst til „millivegar". Ab á rætur í báðum þessum meginstraumum verkalýðshreyfingarinnar, en einkum þó þeim með kommún- istanafnbótina. 228
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.