Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 10
Tímarit Mdls og menningar með niður á stöð til að taka fingraför af honum. Ég vissi þegar í stað að ég fengi ekki að sjá Nell framar. Það sem varð honum að falli var sú dapur- lega ofsóknarhræðsla og sektarkennd sem býr með öllum fátækum negrum, hvort sem þeir hafa framið glæp eða ekki. Það var sama ofsóknarhræðslan sem gerði hann að morðingja á sínum tíma. ★ ★ Morgun einn hjó ég í eldinn handa þessari 104 ára gömlu konu í Suður- Karólínu. Hún og dóttir hennar, 77 ára, urðu að höggva allan sinn eldivið sjálfar. Lifnaðarhættir þeirra hefðu getað átt heima á miðaldabyggðasafni, að vísu voru þær að því leyti betur settar en flestir nágrannar þeirra að brunnur fylgdi húsinu. Tengdasonurinn var 97 ára og þau sváfu öll þrjú í sama rúmi eins og negra hefur alltaf verið siður, ekki aðeins vegna þrengsla heldur einnig til að halda á sér hita því arineldurinn kulnaði fyrir dagrenningu. Hvíti landeigandinn átti húsið og fékk fyrir það í leigu 90 þúsund krónur á mánuði. Sama dag sá ég aðra hlið á bandarískum veruleika þegar mér tókst að komast inn á blaðamannafund Julie Nixon í Charleston enda þótt ég hefði rifið stórt gat á aðra buxnaskálmina við eldiviðarhöggið og hefði ekki sett upp stuttklipptu hárkolluna mína eins og ég var vanur við slík tækifæri. Dóttir Nixons var í heimsókn á heimili fyrir þroskaheft börn og gekk um og heilsaði þessum litlu, bækluðu börnum. A eftir lögðu blaðamennirnir vingjarnlegar spurningar fyrir hana, en undir lokin tókst mér að hleypa upp fundinum með því að spyrja hana blátt áfram að því hvort henni fyndist það engin hræsni að heimsækja þessi fötluðu börn þegar Nixon væri einmitt nýbúinn að beita neit- unarvaldi til að stöðva lög um aðstoð við slík börn? Julie Nixon varð vandræðaleg og gat engu svarað, og þannig varð spurning mín til að binda endi á samkomuna. En þegar fréttamannafundurinn kom í sjónvarpi um kvöldið var búið að klippa spurningu mína burt. Ameríkanar gátu þess vegna haldið áfram að lifa í þeirri sjálfsblekkingu að þjóðfélag þeirra væri gallalaust. Líkamlega þroskaheft börn eru til innan allra þjóðfélaga. En sú bæklun á sinni og greindarskerðing sem milljónir svartra barna verða fyrir í Banda- ríkjunum vegna vannæringar eða sultar við meðgöngu eða í frumbernsku er síður en svo óumflýjanleg. 344
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.