Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 16
Tímarit Máls og menningar verður maður að tileinka sér eiginleika úlfsins, árangri verður aðeins náð með því að stuðla að ógæfu annarra. Viðtekin lífsspeki þjóðfélagsins hermir að ef menn svelti sé það þeim sjálfum að kenna, því þeir vilji ekki vinna. En hvernig getur það þá við- gengist, að margir þeirra sem svelta leggja á sig meira og langvinnara erfiði en það fólk sem í raun ber ábyrgð á sulti þeirra og skorti? ★ ★ Ef við ættum að nefna aðeins eitt dæmi þess falska verðmætamats sem kerfið hefur innrætt okkur gæti það verið þetta: áróðursvél vesturheims hefur gert allt til að vekja aðdáun okkar á því að Bandaríkjamenn hafa sent mann til tunglsins en alls ekkert til að draga athygli okkar að enn stærra afreki mannsins, sem er það að fátæku, vanþróuðu ríki, Kúbu, hefur tekist á þeim fáu árum síðan byltingin var gerð að lækka dánartölu barna svo mikið að hún er lægri en meðal negra í Bandaríkjunum. Svarta Ame- ríka, sem er innanríkisnýlenda í Bandaríkjunum, er líka í meginatriðum mjög lík gömlu Kúbu að því er tekur til tæknilegrar og mannlegrar van- þróunar.... Milljörðum er eytt í að berjast gegn fátæklingum í þriðja heiminum og í að verja sig gegn fátæklingum heima fyrir. Aðeins eins dags stríðs- rekstur í Víetnam kostaði jafn mikið og eytt var á tíu árum til úrbóta í fátækrahverfinu Watts í Los Angeles eftir óeirðirnar miklu þar. Norfolk í Virginia er ein af stærstu herskipahöfnum veraldar. Þessi veika og lang- soltna kona hafði ekki efni á sjúkrabíl þegar hún reyndi að komast á spítala vegna sárra verkja í brjósti. A hverjum morgni liggur hún í þessu rúmi og horfir gegnum óhreinar rúður á herskipasmíðina fyrir utan. Það er hægt að greina daufar útlínur flugvélamóðurskips í fjarska. Annað sér hún ekki allan daginn. Hún á ekkert sjónvarp til að dreifa huganum, því hún hefur ekkert rafmagn. I bjarma olíulampans getur hún stöku sinnum séð í svip hluta af undrum veraldar: stríðsskip sem eyða jafn mikilli orku á einni sekúndu og mundi nægja heimili hennar í hundrað ár. Henni er kalt og veikindi hennar stafa ekki aðeins af hungri heldur er hún líka með slæma lungnabólgu því hana vantar eldivið. í hreysum Suðurríkjanna er oft ekki til eldiviður heldur, svo menn verða að láta sér nægja hitann af útblástursgasinu þegar herflugvélar og sprengju- vélar eru á æfingaflugi áður en þær eru sendar gegn fátæklingum í þriðja heiminum. 346
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.