Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 18
 Tímarit Máls og menningar þessu umhverfi hafði það óafmáanlega sterk áhrif á mig að sjá hvernig Popeye tókst að fá samfangana til að lesa pólitískar bókmenntir enda þótt næstum ómögulegt væri að ímynda sér að nokkur maður gæti lesið í þess- um óhugnanlega hávaða og stöðuga ótta. Margir af föngunum sögðu mér að Popeye hefði haft jafn sterk áhrif á þá, einmitt af því hann var ekki lærður eða menntaður, hann var einn af þeim, og samt gat hann opnað þeim nýjan heim og hugsunarhátt. Enda þótt flestir fanganna væru svartir reyndi hann ekki síður að virkja þá hvítu til starfa, og margir þeirra sögðu við mig að þeir mundu vinna fyrir United Prisoners Union þegar þeir kæmu út. Miklum herferðum hafði verið komið af stað til að fá Popeye látinn lausan, og loks var honum sleppt og við héldum honum heljarmikla fagnaðarveislu. Popeye var stoltur af uppruna sínum og klæddi sig alltaf á dæmigerða fátækrahverfavísu. Bæði hann og félagar hans aðvöruðu mig sífellt að hafa ekki of hátt um það sem væri á döfinni og yfirleitt vera á varðbergi gagnvart njósnurum alríkislögreglunnar FBI innan félagsins. En þar sem ég var svo vanur hinni almennu ofsóknarhræðslu í fátækrahverf- inu og treysti yfirleitt fólki skilyrðislaust tók ég ekki mikið mark á þess- um aðvörunum, ég gat heldur ekki ímyndað mér dulbúna lögreglu í miðri sólbjartri fegurð San Fransisco. Einmitt þess vegna varð það mér óskaplegt áfall að verða vitni að því ofbeldi og ógnunum sem beitt var gegn félagi Pop- eyes og að komast að raun um að einn af þeim félögum sem ég treysti einna best var einmitt frá FBI. Það var Sara Jane Moore, sem var svolítið eldri en við og sem við þekkt- um sem góða og viðfelldna húsmóður úr úthverfunum. Það var hún sem var skömmu síðar næstum búin að breyta rás heimssögunnar þegar hún reyndi að skjóta Ford forseta í bílnum á Union Square í San Fransisco. Það, ásamt enn skelfilegra atviki sem hún hafði orðið völd að, varð raunveru- lega til þess að mér varð nóg boðið og ég flýði Bandaríkin. Hvað hafði gerst? Sara hafði fengið samviskubit. Hún var komin á okkar band og viður- kenndi opinberlega í dagblöðunum að hún hefði verið njósnari FBI. Og hún hafði ástæðu til iðrunar. Á laugardagskvöldi, nokkrum dögum eftir fagnaðarveisluna okkar, ætlaði Popeye að koma yfir til mín til að velja myndir frá fangelsinu í blaðið okkar. Hann hringdi svo aftur til mín og sagðist ekki hafa tíma til þess, því hann þyrfti að fara á fund með fyrr- verandi Yíetnam-hermönnum. Við ákváðum þá að ég skyldi koma á fund- inn seinna um kvöldið og aka síðan með honum heim eins og ég var svo 348
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.