Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 19
Amerískar myndir oft vanur að gera. Aðeins tveimur tímum áður var svo allt í einu hringt í mig og ég beðinn að fara ekki með Popeye heim. Ef ekki hefði orðið af þeirri símhringingu hefði ég ekki getað séð sjónvarpsfréttir næsta kvöld: „Gott kvöld, þetta eru fréttir kl. 11, sunnudagskvöld. Lögreglan í San Fransisco heldur áfram rannsókn á morði fangelsisumbótamannsins Pop- eye Jackson, formanns Stéttarfélags fanga. Hann sat í bílnum sínum ásamt Sally Voye, 28 ára, kl. 2.45 á sunnudagsmorgun. Lögreglan segir að þau hafi látið lífið þegar í stað. Eins og mörg ykkar elska ég hunda. Mér þykir mjög vænt um þá. Þess vegna gef ég hundinum mínum Alpo. Því að kjöt er eðlilegur hunda- matur. Það er það sem þeim þykir best af öllu. Kjötmáltíð Alpo er búin til úr nautakjöti sem er verulega gott fyrir þá. Það er ekki gramm af hveiti í því. Ef þú gefur hundinum þínum Alpo þarftu ekki að gefa honum neitt annað. Það er ekki til betri hundamatur í heiminum! — (Lögregluforingi): Morðinginn virðist fyrst hafa skotið rúðuna úr bílnum og skotið síðan á fólkið af stuttu færi. Fyrsta kúlan hitti Sally Voye og sú næsta Popeye Jackson. Morðinginn hefur að því er virðist ekki reynt að ræna þau. Við fundum peningaseðla og smápeninga í vös- um hinna látnu. — (Sjónvarpsmaður): Þetta gæti virst hafa verið hefndaraðgerð. — Já, það er mjög sennileg hugmynd. — Er það sú hugmynd sem þið vinnið eftir? — Við höfum hana í huga sem möguleika. Venjulegt ránmorð er þetta ekki. — Lögreglan segir að fjöldi fólks hafi hlaupið út í glugga þegar það heyrði skotin. Á morgun mun lögreglan yfirheyra það til að hafa upp á morðingjanum. Hér sjáið þið hvar allt byrjar. Hér sjáið þið hr. Jones sem fær sér fyrsta gómsæta bitann af „Kentucky-steiktum kjúklingi" og ómótstæðilegur ilm- urinn fær þig líka sjálfan til að fá þér bita. í öllum heiminum er bara einn steiktur kjúklingur sem bragðast svo fingursleikjandi vel að þú segir Váá! Nú er Kentucky-steiktur kjúklingadagur." 349
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.