Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 23
Banadarísk sagnagerð eftir seinna stríð Robert Penn Warren, Henry Roth, Gertrude Stein, Sherwood Anderson, Katherine Anne Porter, Edith Wharton og Ring Lardner, svo nokkrir hinna helstu séu nefndir. Margir þessara höfunda hafa haft ómæld áhrif á bók- menntir aldarinnar, og er mikið vafamál að nokkur þjóð önnur hafi samið jafnblómlegar og fjölbreytilegar bókmenntir eins og Bandaríkjamenn á fyrra helmingi þessarar aldar. Er það næsta ömurlegur vitnisburður um bókmenntastarf og áhuga Islendinga hve lítið af þessum bókmenntum hef- ur verið þýtt á íslensku, og mætti jafnvel segja mér að nöfn ýmissa þeirra alþekktu höfunda sem ég nefndi séu nær óþekkt hér á landi — nema kannski meðal bókmenntafræðinga. Við fyrstu sýn kynni að virðast sem bandarískir höfundar eftir stríð séu í öðrum og lakari gæðaflokki en obbinn af þeim höfundum sem nefndir voru, en þar er vísast um að ræða skynvillu. Þeir eru of nálægt okkur í tíðinni og hafa auk þess farið inn á allt aðrar brautir en fyrirrennarar þeirra, rutt nýjar leiðir, fært út kvíar skáldsögunnar, og fyrir bragðið eiga menn almennt erfiðara með að meta verk þeirra að verðleikum — fyrr en lengra er um liðið og fengist hefur meiri yfirsýn yfir framlag þeirra í heild og samhengi þess við bókmenntaþróunina. En snúum okkur þá að núlifandi skáldsagnahöfundum. Tveir þeirra, báðir af gyðingaættum, bera höfuð og herðar yfir aðra, þeir Saul Bellow, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1976, og Norman Mailer. Saul Bellow fæddist í Kanada árið 1915 en ólst upp í Chicago þar sem hann hefur alið aldur sinn. Tvær fyrsm skáldsögur hans, „Dangling Man“ (1944) og „The Victim“ (1947), eru að ýmsu leyti undir áhrifum evrópskra höfunda, svo sem Kafka og Dostójevskís, og fjalla báðar um þann vanda nútímamannsins að finna sér merkingarbæra tilveru í heimi sem er á hverf- anda hveli og hefur týnt öllum viðmiðunum. Joseph, söguhetjan í „Dangl- ing Man“, stendur andspænis möguleikum frelsis sem felur í sér fráhvarf og firringu frá samfélagi hópsálarinnar, en afræður áður en lýkur að taka þátt í leiknum og læmr skrá sig í herinn, þar sem hlýðni og agi em lög- mál og losa menn undan persónulegri ábyrgð og frumkvæði. „The Victim“ fjallar beinlínis um gyðingavandamálið í Bandaríkjunum og dregur upp Ijósa mynd af því flókna mynstri sem skapast við samskipti ólíkra kyn- þátta, þar sem sundurleitar trúarskoðanir og menningarerfðir rekast saman. Sagan er full af samúð með þeim sem ofsóttir em eða settir utangarðs, hverjir svo sem þeir eru, og sýnir fram á samspil kynþáttafordóma og eftir- sóknar eftir völdum og auði í samfélagi óheftrar samkeppni. Þó báðar 353 23 TMM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.