Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Qupperneq 30
Tímarit Máls og menningar
rits, því hann er þeirrar skoðunar og hefur sýnt það manna best í verki,
að öll mennsk hugsun, tilfinning, skynjun, hvöt og ímyndun er einn og
óskiptur veruleiki: maðurinn er það sem hann hugsar og gerir.
Af mörgum öðrum höfundum gyðingaættar sem sett hafa mark sitt á
bandarískar bókmenntir síðusm áramga ber að nefna Bemard Malamud
(f. 1914), sem í ljósum og safaríkum stíl lýsir kjörum venjulegs, einmana
fólks í gyðingahverfum New York-borgar. Meginstef hans er einmana-
kennd manneskjunnar, sem er fangi eigin umhverfis en yfirstígur að jafn-
aði takmarkanir sínar og finnur eins konar endurlausn í þeirri sjálfsþekk-
ingu sem þjáningin færir henni. Hjá honum vekur þjáningin í senn hlátur
og leiðir til lífsskilnings eða lífssanninda sem endurfæða einstaklinginn.
Meðal bóka hans má nefna frumsmíðina ,The Namral“ (1952), sem fjall-
ar um handknattleikshetju, „The Assistant" (1957), sem tekur til með-
ferðar vandamál innflytjenda og minnihlutahópa, „A New Life“ (1961)
sem segir frá háskólaborgara á flótta frá New York vestur á bóginn, „The
Fixer“ (1966), sem fjallar um örlagaríkt mál gyðings í Kiev árið 1913 sem
ákærður var fyrir ritúal-morð á kristnu barni, og „The Tenants“ (1971),
sem greinir frá örlögum tveggja rithöfunda, gyðings og blökkumanns, sem
verða tákn þessara tveggja minnihlutahópa og þeirra sjálfstortímingarafla
sem eru að verki meðal þeirra.
Malamud er höfundur sem stöðugt leitar nýrra leiða og hefur léð um-
fjöllun sinni um gyðingleg vandamál miklu víðari skírskomn, þannig að
söguhetjur hans em í rauninni fulltrúar allra manna af öllum kynþáttum
sem búa við misrétti og em ofurseldir fordómum umhverfisins.
Fjórði gyðingurinn, ]. D. Salinger (f. 1919), á það sammerkt við Bellow
og Mailer að hann fjallar ekki sérstaklega um gyðingleg efni, þó hann sé
að sjálfsögðu mótaður af uppruna sínum og umhverfi á uppvaxtarárum.
Hann hefur skrifað ákaflega lítið um ævina en náði strax óhemju vinsæld-
um með fyrsm skáldsögu sinni, „The Catcher in the Rye“ (1951), sem
þýdd hefur verið á íslensku undir heitinu „Bjargvætmrin í grasinu“. Sögu-
hetjan er eirðarlaus unglingur, Holden Caulfield, sem skrópar úr skóla og
360