Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 33
Banadarísk sagnagerð eftir seinna stríð norðurfylki Bandaríkjanna og kynnast af eigin raun þeim ómannlegu kjör- um sem olnbogabörn samfélagsins verða að þola allt sitt líf. Þessi næstum gleymda skáldsaga er samin af ótvíræðum listrænum hagleik og djúpri innsýn í almenn mannleg kjör. Attaway sendi frá sér aðra skáldsögu, „Blood on the Forge“ (1941), sem er sannkailað meistaraverk og tekur langt fram „Native Son“ að list- rænu gildi, en hún hefur einnig hlotið furðu litla viðurkenningu vestan- hafs, og er það mörgum hreinasta ráðgáta. Sagan fjallar um þrjá bræður sem taka sig upp frá sveitasælu Suðurríkjanna og flytjast norður til Penn- sylvaníu og fara að vinna í stálverksmiðju. Hvert einstakt atvik sögunnar er þrungið Ijóðrænum og listrænum töfrum sem eru sjaldséðir í félagsleg- um ádeilusögum, enda vafamál hvort flokka beri hana með þeim. I sög- unni er einn bróðirinn drepinn í eldsvoða, en hinir tveir halda til stór- borgarinnar í þeirri veiku von að þar finni þeir nýjar ræmr þó þeir eigi enn ættingja og fjölskyldur syðra. Einn helsti styrkur bókarinnar er lýsing bræðranna þriggja sem eru mjög sundurleitir að skapferli og lífsviðhorf- um og verða eins konar tákn fyrir ýmsa áberandi þætti í fari blökku- manna. Þessi stórbrotna skáldsaga lýsir ekki einungis tímamótum í þró- unarsögu bandarískra blökkumanna, flutningunum frá landsbyggðinni til stórborganna og iðjuveranna heldur fjallar einnig í víðara samhengi um þau umskipti sem orðið hafa í bandarísku þjóðlífi á þessari öld og raunar miklu víðar en í Bandaríkjunum. Þannig er sagan á vissan hátt ótíma- bundin og almenn lýsing á mannlegum aðstæðum hvarvetna í heiminum. Vera má að athyglin sem „Native Son“ vakti árið á undan hafi skyggt á „Blood on the Forge“ sem er miklu heilsteyptara og algildara listaverk, en viðtökurnar urðu því miður þess valdandi að Attaway hefur ekki svo vitað sé skrifað staf síðan, og þar með glataðist bandarískum bókmennmm einn efnilegasti höfundur þeirra eftir stríð. Annar meiri háttar höfundur úr röðum blökkumanna er Ralpb EUison (f. 1914) sem einungis hefur sent frá sér eina skáldsögu, „Invisible Man“ (1952), sem er löngu orðin sígilt verk og hefur hlotið verðskuldaða viður- kenningu sem einn af hápunktum bandarískra bókmennta eftir stríð. Sögu- hetjan er Suðurríkja-negri sem leggur leið sína til blökkumannahverfisins Harlem í New York og kemur víða við. Hvarvetna þar sem hann kemur 363
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.