Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 35
Banadarísk sagnagerð eftir seinna strið til þess að sá fyrrnefndi slítur trúlofun sinni við saklausa og óreynda unn- ustu. En þessi nýja reynsla verður piltinum að sáralitlu gagni þó hún sé í senn ljúf og sár, þar eð uppeldi hans og menningarbakgrunnur hamla því að hann horfist í augu við þjáninguna og taki afleiðingum hennar. I tveimur seinni skáldsögum, „Another Country“ (1962) og „Tell Me How Long the Train’s Been Gone“ (1968), leitast Baldwin við að túlka kynþáttaátökin á æ róttækari og stórorðari hátt með hliðsjón af stöðu negrans og kynvillingsins sem að hans mati hafa yfirburði yfir hvíta mann- inn af því að þeir hafa þjáðst og þroskast en hvíti maðurinn staðnað með því að afneita kvöl og dauða. Stílfarslega eru þessar bækur fróðlegar og læsilegar, en Baldwin auðnast ekki að ná dramatísku valdi á efni sínu þrátt fyrir orðgnótt og stílleikni og hefur því ekki enn uppfyllt þau fyrir- heit sem hann gaf með fyrstu skáldsögu sinni. Nefna mætti heila tylft höfunda úr röðum blökkumanna sem veitt hafa fersku lífi og nýjum andblæ inn í bandarískar bókmenntir, en hér verður að nægja að nefna að lokum útlagann William Demby (f. 1926) sem bjó í Róm á árunum 1947—63 og hefur samið tvær mjög athyglisverðar skáldsögur, „Battlecreek“ (1950) og „Catacombs“ (1965). Þessar bækur eru að því leyti meðal annars óvenjulegar að þær fjalla ekki nema óbeint um blökkumenn heldur taka til meðferðar á almennan hátt stöðu manns- ins í nútímasamhengi. Demby hefur á valdi sínu mikla tækni, skáldlegt hugarflug og óvenjunæma tilfinningu fyrir hverju smáatriði og má teljast í hópi meiri háttar bandarískra rithöfunda þó afköst hans séu ekki meiri að vöxtum. Hér að framan hefur fátt verið sagt um framlag kvenna til skáldsagna- gerðar enda er það ekki ýkja umfangsmikið þegar um er að ræða gyðinga og blökkumenn. Þó mætti í framhjáhlaupi geta þess að Erica Jong varð samstundis heimsfræg fyrir hina berorðu skáldsögu sína „Fear of Flying“ (1973) og Sylvia Plath, sem einkum er kunn fyrir mögnuð ljóð sín, samdi merkilega skáldsögu byggða á eigin lífi undir heitinu „The Bell Jar“ (1971). Skáldsögur kvenna, sem verulegu máli skipta í bandarískum bókmennt- 365
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.