Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Qupperneq 53
Btskur og „kelltngabískur"
Með þessum orðum tekst Sigurði að sanna það á Helga að hann sé
kerling, og kveður hann þar með í kútinn.
Kellingahrellingar dagblaðanna.
Það hefur verið annað en gaman að vera gömul kona á íslandi á jóla-
föstu árið 1964 í þeim mikla fögnuði og stórkarlahlátri sem spratt af kerl-
ingaumræðum bókmenntafræðinganna. Að ekki sé talað um hvernig það
hefur verið að vera skáldkona. Varla mátti opna svo blað að ekki blasti
þar við einhver kerlingafréttin. Og allt var þetta ákaflega fyndið.
Eitthvð virðist málið hafa verið til umræðu á blaðamannafundi sem
haldinn var með Halldóri Laxness í lok nóvember vegna útkomu Sjöstafa-
kvers. En í frásögn af fundinum slær AlþýðublaðiS 1. desember upp fyrir-
sögninni „Kvenfólkið gerir okkur skömm til“, og viku síðar eða 8. desem-
ber má lesa frásögn af sama fundi í Tímanum undir fyrirsögninni „Karl-
menn hafa ekki roð við kvenfólkinu“. A fundinum gerir Halldór grín að
þessari voðalegu hættu sem upp var komin, og spurningu Tímans um næsm
bók svarar hann þannig:
Annars er maður alveg að missa kjarkinn að skrifa bækur, það er komið
svo mikið af kvenrithöfundum, sem gera okkur karlmönnum hreinustu
skömm til. Eg má segja að ég hafi séð bókaauglýsingu í einu blaðinu í gær,
og þar voru víst nefndar einar sjö skáldkonur, ha, kvenrithöfundur sprettur
eins og fífill í túni, við karlmennirnir höfum ekki roð við þeim.
í frásögn Morgunblaðsins 1. desember af fundinum má sjá að Halldór
hefur bætt því við, að það „hefði verið furðanlega lítið um kvenrithöfunda
á Islandi fram að þessu“.
Eftir því sem ég fæ best séð, kemur orðið kerltngarbók í hinni endur-
nýjuðu merkingu fyrst fyrir á prenti í Þjóðviljanum, sem ekki var blað-
anna bestur í kerlingatalinu, þótt hann telji sig málgagn hinna kúguðu.
En 3. desember birtist þar fréttatilkynning um bækur eftir Magneu frá
Kleifum og Hildi Ingu undir fyrirsögninni „Tvær kerlingabækur". Byrj-
unin sýnir að fyrir blaðamanninum eru „kerlingar“ og skáldkonur eitt og
hið sama, en hann segir:
Skáldkonurnar láta sig ekki vanta á jólavertíðina frekar en fyrri daginn.
Tvær þeirra sem í skiprúmi eru hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar beita sín
hvorri ástarsögunni fyrir lesendur.
383