Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 54
'Tímarit Máls og menningar
Orðin eru einnig athyglisverð vegna myndmálsins, en fyndnin felst ekki
síst í því að „konur“ eru í skiprúmi, þ. e. í rótgrónu karlastarfi. Nákvæm-
lega sama tegund af fyndni kemur fram í því eina sem blaðamanninum
hefur þótt taka að segja frá Hildi Ingu:
A kápu er frá því skýrt að höfundur, „roskin og önnum kafin húsmóðir",
sé byrjuð á næstu bók.
Það er ekki nóg með að skáldkonan sé „roskin“, sem sagt „kerling“ í
orðsins fyllstu merkingu, heldur er hún líka önnum kafin við ólaunuð
þjónusmstörf! Það má varla á milli sjá hvort er fyndnara, kona í skip-
rúmi eða rithöfundur í húsmóðurhlutverki.
Fyrir kom að kerlingunum væri slegið upp á tveimur stöðum í sama
blaði. I Morgunblaðinu 6. desember binist auk greinarinnar „Sólóhring-
■dans" eftir Sigurð A. Magnússon viðtal við Pétur Olafsson forstjóra Isa-
foldar, sem ber fyrirsögnina: „ „Kellingarnar“ á bókamarkaðinum og bóka-
útgáfa Isafoldar". Þar segir forstjórinn m. a.:
Við erum að þessu sinni, eins og stundum áður, svo heppnir að hafa á
forlagi okkar bæði nokkrar sögur eftir „kellingarnar", sem Sigurður A.
Magnússon var að amast við í sunnudagsrabbi sínu og svo Sigurð A. sjálfan.
Eftir að hafa hrósað bókum Sigurðar, Við elda Indlands og Sól dauðans,
-víkur hann afmr að „kellingunum“:
En íslenzku „kellingarnar" standa líka fyrir sínu. Nú þegar er ljóst, að
„Taminn til kosta“, bók borgfirzku skáldkonunnar Guðrúnar A. Jónsdóttur,
ætlar að verða vinsæl, einnig „Signý“, sem er sannsöguleg skáldsaga eftir
Þorbjörgu Arnadóttur. Og enginn fær því á móti mælt, að skáldkonan Ragn-
heiður Jónsdóttir er meir lesin í íslenzkum bókasöfnum en flestir aðrir ís-
lenzkir höfundar. Við erum jafnvel með norska „kellingu" ...
Það fer ekki á milli mála hvert kyn „kellinganna“ er í augum Pémrs
Ólafssonar, og orðið notar hann eins og gekk og gerðist, sem fyndinn
.samnefnara yfir kvenrithöfunda yfirleitt.
Að vera rithöfundur og kona þótti bæði fyndið og fráleitt, og það er
•einkennandi fyrir blaðaskrifin, að kvennabókmennmm er líkt við hús-
.móðurstörf eða kvenrithöfundum er lýst í húsmóðurstörfum. I Þjóðviljan-
nm 20. desember má lesa ákaflega fyndna umsögn eftir Adolf J. E. Peter-
sen um bókina Konur og kraftaskáld, sem hann telur ótrausta og samda
384