Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 70
Anton Helgi Jónsson Saga úr þorskastríði Nú er sungið um þorskastríð í sjómannaþættinum. I nokkrar aldir hefur verið þrefað um veiðiréttinn á miðunum kringum landið og gengið á ýmsu, aðallega í deilum við breta hin síðari ár. Hér grufluðu þeir fyrrum í slíkri gullkistu að sagnfræðinga undrar hvers vegna breska krúnan eignaði sér aldrei landið. En það tókst að slá á hendur þeirra, reka þá út úr flóum og fjörðum og síðan lengra og lengra. í haust var svo fiskveiðilögsagan færð út í 200 mílur, og dægurlögin í útvarpiou fjalla um fleira en ballhúsaástir og fyllirí, því þorskurinn dansar síðasta tangó í hafinu. En breska útgerðarmenn angrar síst spurning um áframhaldandi þorsk- líf og mannlíf. Eins og aðrir útgerðarmenn vilja þeir græða og senda togara á Islandsmið, hvað sem íslensku eskimóarnir segja. Þegar Ægir eða Týr klippa á togvíra veifa þeir hendi og herskip Hennar Hátignar eru komin til verndar veiðiþjófunum og reyna að kafsigla varðskipin. Ekkert bólar á samningum og aldrei hefur harkan verið meiri. Islensku ráðherr- arnir, sem eru þó í hernaðarkompaníi með freigátunum, hafa jafnvel slitið stjórnmálasambandi við bresku ríkisstjórnina. Já, þorskastríð er í algleymingi og hérna í þorpinu sem annars staðar ríkir ómælanleg gremja út í bretana. Hér er sama sagan og í öðrum plássum, allt byggist á því að þorskur- inn haldi áfram að lifa í sjónum. Að hann dafni og mennti sig í fjörð- unum, ferðist kringum landið og eignist börn og buru. Verði loks orðinn stór og feitur þegar mennirnir með ljáinn koma úr landi að sækja hann. Þannig hefur það verið svo lengi sem menn og bækur muna. Hér er lifað og dansað og dáið fyrir þorskinn, þó aldrei gangi andskotalaust að fá hann upp úr sjónum. Áður voru bátarnir litlir og fáir, nú hefur þorskinum fækkað og hann veiðist alltaf yngri og yngri. Flest skánar þó, og það er langt um liðið síðan aflanum var seilað inn úr brimgarðinum, þar til nú að hann er hífður í plastkössum upp á steypta bryggju, rétt við hliðina á nýtísku frystihúsi. 400
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.